Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 37
þessa niðurstöðu krafði B. rikissjóð um endurgreiðslu þess hluta söluskattsins, er B. hafði ofgreitt, en hann liafði þá verið innheimtur hjá lionum. Yar synjað um endur- greiðsluna, og höfðaði B. þá mál. Svo sem fyrr getur, kærði B. álagningu skattsins fyrir 1. ársfjórðung 1952, greiddi skattinn með fyrirvara, og höfðaði mál til endurgreiðslu innan hæfilegra tímamarka. Þótti eftir atvikum verða að lita svo á, að aðgerðir B. liefðu verið nægilegur fyrirvari um ákvörðun hans til að krefj- ast endurgreiðslu á þeim söluskatti, er siðar kynni að verða á hann lagður eftir sömu reglum. Var krafa B. um endurgreiðslu þvi tekin til greina. (Dómur B.Þ.B. 30/11 1956.) Sala lausafjár. — Eignarréttarfyrirvari. — Fyrning. Með kaupsamningi, dags. 20. des. 1951, seldi G. H. skáp. Var svo um samið, að H. greiddi hluta kaupverðsins við afhendingu skápsins, en eftirstöðvarnar í tvennu lagi í jan. og febr. 1952. Sá fyrirvari var í samningnum, að skáp- urinn skyldi vera eign G., unz hann væri að fullu greidd- ur. H. innti af hendi fyrstu greiðsluna, en greiddi aðeins helming eftirstöðvanna. G. höfðaði mál og krafðist þess aðallega, að H. yrði dæmdur til greiðslu eftirstöðvanna, svo og að viðurkennd- ur yrði eignarréttur hans í skápnum, unz andvirði hans væri að fullu greitt. Til vara krafðist G. eingöngu viður- kenningar á eignarrétti sínum að skápnum. H. hvorki sótti né lét sækja þing í málinu. Var málið því dæmt eftir framlögðum skjölum eingöngu, 118. gr. eml. Fram kom, að G. hafði skráð á kaupsamninginn hinn 5. apríl 1952 þann hluta af eftirstöðvum kaupverðsins, er H. samkvæmt framansögðu hafði staðið skil á. Eftir það varð ekki séð, að liann hefði gert reka að innheimtu skuld- arinnar fyrr en með höfðun þessa máls, en stefna í því var birt 13. okt. 1956. Samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 14 frá 1905 var talið, að krafan væri niður fallin fyrir fyrn- 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.