Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 43
vann, með þeim afleiðingum, að B. slasaðist mikið og and- aðist síðar af völdum meiðslanna. Ekkja B. og dánarbú liöfðuðu bótamál gegn R. og J. og gerðu þær dómkröfur, að R. og J. yrðu in solidum dæmd- ir til greiðslu skaðabóta vegna fráfalls B. Var sú krafa á því byggð, að veikindi og dauða B. mætti ótvírætt rekja til slyssins, en stefndu liáðir bæru ábyrgð á öllu því tjóni, er af því hlauzt. J. samkv. ákv. 34. sbr. 35. gr. bifrl,, sem eig- andi og umráðamaður fyrrnefndrar bifreiðar, en R. á þeim grundvelli, að orsök slyssins hefði verið óaðgæzla starfs- manns hans við starf sitt. Væri þvi um atvinnurekanda- ábyrgð af lians hálfu að ræða. Yrði liins vegar svo litið á, að J. hafi ekki verið umráðamaður bifreiðar sinnar, er slysið varð, bæri að skoða R. umráðamann hennar á þeim tíma, og væri hann því einnig bótaskyldur vegna slyssins eftir tilvitnuðum ákvæðum bifrl. J. og R. kröfðust s>rknu. Reisti J. sýknukröfuna á því, að hann hefði ekki verið umráðamaður bifreiðar sinnar í umrætt sinn og bæri þvi ekki fébótaábyrgð á slysinu, enda ættu hinar sérstöku ábyrgðarreglur 1. mgr. 34. gr. bifr.l. ekki við. R. reisti sýknukröfuna á þvi, að ósannað væri, að um nokkra sök hefði verið að ræða hjá manni þeim, er ræst hafði bifreið J. Loks studdu báðir stefndu sýknukröfur sínar þeim rök- um, að B. heitinn befði verið inni á verkstæðinu án sér- staks leyfis. Hann hafi því verið þar á eigin ábyrgð og ætti því að leggja á liann a. m. k. nokkurn hluta sakar á því, livernig fór. R. rekur bifreiðaviðgerðir og hefur á að skipa kunnáttu- mönnum í þeirri iðn. Var því talið, að J. liafi mátt treysta þvi, er bann afhenti bifreið sína til viðgerðar, að ekki væri þannig með hana farið á verkstæðinu, að af henni sem ökutæki stafaði hætta fyrir aðra. Þótti því verða að fall- ast á það með J., að bifreiðin hefði verið úr umráðum 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.