Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 44
hans, meðan hún var til viðgerðar á verkstæðinu. Var J. því sýknaður. Sýnt þótti, að fyrrnefndur nemi hefði gert sig sekan um óaðgæzlu, er hann ræsti vél bifreiðarinnar án þess áð- ur að hafa gengið örugglega úr skugga um, að bifreiðin væri ekki í gangskiptingu (gír). Á þessari vangæzlu nem- ans, sem leiddi til fjörtjóns B„ var R. talinn eigi að bera ábyrgð og þegar af þeirri ástæðu fébótaskyldur vegna tjóns þess, er af slysinu hlauzt. Varðandi þá málsástæðu, að leggja hæri nokkurn hluta sakar á B„ var það að visu svo, að eigi varð séð, að B. hefði liaft sérstakt leyfi til að vera á verkstæðinu. Hins vegar var dvöl hans þar látin óátal- in og auk þess algengt, að atvinnubifreiðastjórar, en það var B. heitinn, dvelji á bifreiðaverkstæðum til eftirlits og aðstoðar, meðan viðgerðir á bifreiðum þein-a eru fram- kvæmdar. Dvöl B. á verkstæðinu var því talin eðlileg, eins og á stóð, og ekkert fram komið, er henti til þess, að hann hefði sýnt vangæzlu. Var því óskipt fébótaábyrgð lögð á R. (Dómur B.Þ.R. 30/5 1950.) Skaðabætur utan samninga. — Réttur festarkonu til dánarbóta. 1 júlí 1954 sigldi enskur togari, eign W„ á opinn trillu- bát, er lá við stjóra á siglingaleiðinni inn til Neskaup- staðar. Sökk báturinn þegar, en annar þeirra tveggja, er á honum voru, H. að nafni, drukknaði. H. var tvítugur að aldri, er hann drukknaði. Hann var heitbundinn S„ er þá var 18 ára gömul. Höfðu þau opin- berað festar sínar tveim mánuðum áður, en hafið sam- húð og stofnað heimili rúmum mánuði áður. Er H. fórst, var S. þunguð og ól í janúar 1955 dóttur, R„ er H. var faðir að. J. móðir S. höfðaði mál gegn W. vegna dóttur sinnar og dótturdóttur og krafðist bóta þeim til handa vegna missis framfæranda og röskunar á stöðu og högum. 170

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.