Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Qupperneq 46
við, að hann hefði greitt með henni lögákveðið meðlag
til 16 ára aldurs. Þá reiknaði tryggingafræðingurinn út,
hverju það næmi, ef faðirinn hefði greitt til R. kr. 1000.00
á ári umfram lögákveðið meðlag til 21 árs aldurs. Tald-
ist honum sú fúlga nema kr. 12.047.00. Talið var senni-
legt, að meira hefði runnið til R. en meðlag frá föðurn-
um, hefði hann lifað og gengið að eiga S., eins og ætlun-
in var. Tjón R. vegna missis framfæranda og vegna rösk-
unar á stöðu og högum þótti liæfilega áætlað kr. 60.000.00.
Var W. dæmdur til að greiða % þess, eða kr. 45.000.00.
(Dómur S. og Vd. R. 12/10 1956.)
C. FÉLAGíARÉTTUR.
Réttindi og skyldur heiðursfélaga.
M. hafði um langt árahil verið félagi í Vörubilstj óra-
félaginu Þ., en félag þetta rekur samnefnda vörubílastöð,
og eru félagar Þ. skvldir til að hafa afgreiðslu bifreiða
sinna á þeirri stöð. Á fundi í vörub.stj.fél. Þ. 12. 4. 1950
var M. kjörinn heiðursfélagi þess. Eftir það neitaði M. að
greiða afgreiðslugjald til bílastöðvarinnar Þ„ þar eð hann
taldi sig undan þeginn slíku gjaldi. Á fundi félagsins þ.
20. 1. 1952 var samþykkt, að mönnum, sem kjörnir hefðu
verið lieiðursfélagar, bæri eftir sem áður að greiða vöru-
bílastöðinni afgreiðslugjald.
Höfðaði Vörubílastöðin Þ. nú mál gegn M. til heimtu
afgreiðslugjalds fyrir árið 1952. Reisti Þ. kröfu sína á því,
að á þeim tíma, er M. var gerður heiðursfélagi, hafi engin
ákvæði verið í samþykktum félagsins um slilca félags-
menn, né hver réttarstaða þeirra væri. Talið hafi þó verið,
að þeim bæri eigi að greiða venjulegt félagsgjald, en hins
vegar að þeim bæri að greiða venjulegt afgreiðslugjald
til stöðvarinnar. Þó hafi heiðursfélögum verið gefin eftir
afgreiðslugjöldin til ársins 1952. Kæmi ckki til mála, að
heiðursfélagar væru undanþegnir að greiða afgreiðslu-
172