Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 47
gjaldið. Hér væri um aðkeypta þjónustu að ræða, sem fé- lagið seldi félagsmönnum sínum og engin rök mæltu með því, að þessi þjónusta væri veitt ókeypis þeim mönnum, er félagið vildi heiðra. Þar við bættist, að bifreiðastöðin hefði ekki sameiginlegan fjárhag með félaginu, enda þótt félagið eigi og reki stöðina. M. krafðist sýknu. Reisti hann þá kröfu á því, að með kjöri hans sem heiðursfélaga í vörubílstjórafélaginu hefði hann verið leystur undan þeirri kvöð að greiða gjöld til félagsins, þar á meðal afgreiðslugjald til stöðvar þeirrar, er félagið rekur. Byggðist slíkt á almennum reglum um slíka félaga og venju innan félagsins. Yerði félagið og stöðin ekki aðgreind að þessu leyti, enda stöðin rekin af félaginu. Greiði það tap, er á rekstri hennar kunni að verða og hirði hagnaðinn af rekstrinum. Þá taldi M., að fyrr- nefnd samþykkt frá 20. jan. ’52 skipti hann engu máli, þar sem hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi löngu áður og yrði ekki sviptur þeim rétti. Á þeim tíma, er M. var kjörinn heiðursfélagi, voru eng- in ákvæði i samþykktum Þ. um slíka félaga og ekki var kunnugt, að til væru nokkrar almennar reglur um heiðurs- félaga i félögum. Var talið, að félag, sem kýs heiðurs- félaga, ráði því, hver réttindi fylgi þvi kjöri. Með skir- skotun til fyrrnefndra samþykktar Þ. og þess, að Vöru- bílastöðin Þ. er atvinnufyrirtæki, er félagið rekur, var ekki talið, að í kjöri M. sem heiðursfélaga fælist það, að hann væri laus undan því að greiða þá þjónustu, er fyrir- tækið léti honum í té. Samkvæmt því var honum gert að greiða afgreiðslugjaldið. (Dómur B.Þ.R. 5/2 1955.) 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.