Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 54
í sama formi og hér. Er frásögn höfundar um meðferð og flutning mála fyrir norskum dómstólum mjög ýtarlega rædd og jafnvel skýrð með lifandi dæmum úr frægum norskum og erlendum dómsmálum. Efni bókarinnar, sem skiptist í 9 aðalkafla er skipulega niður raðað og bókin er rituð á léttu og skýru norsku máli. Fyrir verðandi málflutningsmenn er mjög fróðlegt og gagnlegt að kynna sér leiðbeiningar og kenningar höfund- ar, t. d. varðandi uppbyggingu ræðna sækjanda og verj- anda, um afstöðu málflutningsmanna til dómara og vitna, svo og alla hegðun lögmanna fyrir dómi. Lengsti kafli bókarinnar fjallar um aðiljayfirheyrslur og vitnaleiðslur. Gagnrýnir höfundur þar þá reglu, sem einnig tíðkast nú hér, að dómarar yfirheyri sjálfir vitni, í stað þess að leyfa málflutningsmönnum að spyrja vitnið beint. Er ekki rúm til þess að fara nánar út í það efni hér. Eins og áður er minnzt á er bók þessi sérstæð í sinni röð og virðist mér hún eiga erindi til allra, er málflutning stunda, ekki sízt byrjenda í starfinu. Höfundur mun hafa langa reynslu sem málflytjandi. Hefur hann kynnt sér efnið til hlýtar, eins og bók þessi ber ótvírætt vitni um. Sigurgeir Sigurjónsson. 180

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.