Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 61
og kostnaðarmaður, var og höfundur að flestu því, er í ritinu birtist. Einstöku menn, t. d. Klemens Jónsson, síðar landritari og ráðherra, lögðu þó dálítið efni af mörkum. Utgáfan hætti 1901. Næsta tilraun um útgáfu lögfræði-tímarits var gerð 1922. Ritið var nefnt: „Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga". Ritstjórn höfðu þeir á hendi: Lárus H. Bjamason hrd., Ólafur Lárusson prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri. Um aðdraganda að útgáfunni og tilgang segir á þessa leið í inngangsorðum: „Síðan „Lögfræðingur" Páls amtmanns Briem hætti að koma út um áramótin 1901—1902 hafa Islendingar eigi átt neitt rit, er sérstaklega hafi f jallað um lögfræði og hag- fræði. Og koma þó fáar fræðigreinar frekar við hag al- mennings en þær. Læknar komu sér upp tímariti 1915 og prestar 1919. Engi’i þjóð er jafn áríðandi og Islendingum, að eiga vekjara í sem flestúm greinum. Veldur því meðal annars fjarlægð landsins frá menningarlöndum og fámenni og frumbýlingsháttur þjóðarinnar á flestum sviðum. Til þess að varna því, að þessar fylgjur vorar valdi þeim uppdrætti, sem vanalega fylgir einangrun, hafa flestir lagamenn og hagfræðingar í Reykjavík stofnað félag til þess aðallega að gefa út tímarit, er ræði lögfræðileg og hagfræðileg efni. Er til þess ætlazt, að tímaritið komi út einu sinni á hverjum ársfjórðungi, 2örk í hvert skipti og kosti 20 krónur á ári. Tímaritinu er aðallega ætlað að flytja frumsamdar fræði- greinar, ritdóma og fagnýjungar frá útlöndum. En það mun líka taka þátt í umræðum um mikilsvarðandi löggjaf- arefni og lagaframkvæmdir, eptir því sem atvik renna til. Félagið hefur fengið 1000 króna styrk úr Sáttmálasjóði og kann Háskólaráðinu beztu þakkir fyrir hjálpina. Að öðru leyti verður félagið að spila upp á eigin spýtur. 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.