Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 10
Grisli Sveinsson var maður fjölgáfaður og margvis, svo sem hann átti kvn til. Beindist snemma hugur hans að þjóðmálum. Hann óx upp með baráttumönnum alda- mótanna og gat hann eigi lengi hjá setið við þau at- vik, er þar bar til. Er það í annálum haft, að hann réðst í það, ungur stúdent og eigi mikils um kominn þá, að gefa út ritling um uppkastið 1908, það er mestu róti hefur á komið í stjórnmálum fyrstu áratugi þessarar aldar liér á landi. Skaptfellingar kjöru hann á Alþing 1916 og sat hann þar til 1921, er hann lét af þingmennsku sökum heilsubrests. Enn sat hann á þingi 1933—1947. Hann var jafnan aðsópsmikill á þingi, enda var hann forseti sameinaðs þings 1941—1942 og 1943—1945. Gísli Sveinsson var einn af stofnendum Málflutnings- mannafélags íslands, en það félag kallast nú réttilega Lögmannafélag Islands og er bráðum fimmtugt. Var hann þar félagsmaður, meðan hann gegndi lögmanns- störfum. Allir vita það, að Gísli Sveinsson var framúrskarandi reglusamur i sýslan sinni sem yfirdómslögmaður og sam- vizkusamur. Hann var kappsamur í málflutningi, en þó jafnan drengilegur. Þá varð hann og brátt fyrirmyndar embættismaður, er austur kom i Skaptafellssýslu, enda mátti irver maður bjá bonum trausts leita. Kunni hann til alls góð ráð að leggja, og leysti hvers manns vand- ræði, ef mátti. Hann var baráttuglaður á mannfundum, ef svo bar undir, enda var hann maður mælskur, svo að af bar, og aldrei vissi ég honum orðfátt verða. Hann var glæsimenni á alia grein og kunni hvers konar hof- mannasiðu góða, en hafði gát og hóf á geði sínu og hverri framkvæmd. Var hann ljúfur við vini sina, en öllum drengur góður. Eg ætla, að hann ætti engan óvin. Eigi var Gísli ævintýramaður í fjármálum, en það kunnu allir að segja, að jafnan var hann veitandi og i góðum álnum. Hitt var og alkunnugt, að hann liélt af reisn og höfðingsskap embætti sín. Var það jafnan róm- 8 Timarit lögfrœðincja

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.