Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 14
des. 1766. Þeir Magnús Stephensen og Stefán Thoraren- sen gerðu um 1790 hvor í sínu lagi tilraun til þess að fá lögfestar skýrar reglur um þetta efni, en varð lítt ágengt. Með tilsk. 11. júlí 1800 um stofnun Landsyfirdóms o. fl. voru dóminum fengin í hendur ýmis verkefni, sem fram til þessa höfðu verið í verksviði lögmanna, þ. á m. að sýsla um þinglýsingu afsals- og veðbréfa, sem nú skyldi birta í Landsyfirdóminum. Með þeirri tilsk. var þó engin til- raun gerð til að lögfesta nýjar efnisreglur um þinglýs- ingar, og sat því allt eftir sem áður við sama losið og ringulreiðina. Þegar á fyrsla starfsári Landsyfirdómsins skrifuðu dómendur stjórninni og bentu á þörfina á ný- skipan þinglýsingarmála. Segir m. a. í bréfinu, að „ordent- lige Pantebögers Indretning .... er aldeles ukjendt .... i Island“. Varð þessi ábending til þess, að stjórnin skip- aði dómendur og varaforseta Landssdirdóms í nefnd til þess að gera tillögur um nýskipan á „pantevæsenet“, eins og það er orðað. Telja má fullvíst, að þessi nefnd bafi skilað tillögum, þegar það er virt, hve atorkusamir menn og vinnuglaðir völdust í bana, en að svo stöddu hefur mér ekki tekizt að bafa uppi á þessum tillögum, og vist er, að þær leiddu ekki til neinna lagaaðgerða. Um 1810 sýnist kanselliið hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að lögfesta tilsk. 7. febr. 1738 bér á landi, og féllst rentukammerið fyrir sitt levti á þá lausn. Þessar tillögur munu bafa verið sendar Trampe greifa, sem þá var amtmaður i Þrándbeimi, en ekki var frekar að gerl því sinni. Um 1830 mun stiftamtmaður bafa bent stjórninni á þörfina á þinglýsingarlöggjöf. Segir m. a. i bréfi bans, að ,„Documenter efter de gjeldende Anordninger for- menes ikkun at kunne med fuld Retsvirking finde Sted ved Landsoverretten sammested (þ. e. í Reykjavík), men i Særdelesbed for de fjernere Dele af Landet er forbundet med saa mange Vanskeligheder at lade Documenter op- læse ved Overretten, at dette saa godt som aldcles er 12 Timarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.