Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 22
til að lögfest verði meS þessu frv., óbrotnara og einfald- ara í sniðum en tilhögun sú, sem lögmælt er í hinum löndunum fjórum. Skipulagi frumvarps þessa og kerfisbindingu i því er þannig liagaS, að I., II. og III. kafli frv. fjallar um þing- lýsingar almennt, og eiga álcvæði þeirra kafla við um þinglýsingar hvers konar eigna sem er, nema annars sé sérstaklega getið eða leiði af eðli máls. Sama máli gegnir að flestu levti um ákvæði VIII. og IX. kafla frv. I IV. kafla eru hins vegar ákvæði um þinglýsingu á réttind- um, er varða fasteignir. Akvæðum um þinglýsingu á rcttindum, er varða lausafé, er skipt á þrjá kafla, V. kafla, er fjallar um þinglýsingu á réttindum um skip, 5 smálestir og stærri, og skrásett loftför, VI. kafla, er tekur til þinglýsinga, sem lúta að skráningarskyldum skipum, minni en 5 smálestir, og skrásettum bifreiðum og ioks VTII. kafla, er tekur til þinglýsingar um annað lausafé. Er skipulag frv. að formi til á allt annan veg en er eftir gildandi lögum. I íslenzkum lögum er ýmist rætt um þinglýsingu eða þinglestur, og er mjög á reiki hvort hugtakið sé notað. Um þinglestur er t. d. rætt í 15. gr. lögtakslaga 29/1885, i 7. gr. veðlaga 18/1887, 6.—9. gr. siglingalaga 56/1914, 46. gr. aðfararlaga 19/1887 og 3. gr. 1. 116/1943 um ættar- óðöl og erfðaábúð. í velflestum yngstu lögunum, sem víkja að þessu réttaratriði, er hins vegar notað hugtakið þing- lýsing, sbr. t. d. lög 65/1943 og 65/1957. Til þess að sýna, hversu óglögg þessi hugtakanotkun er, skal á það bent, að stundum er rætt í einu og sama ákvæðinu um þinglýsingu og þinglestur, sbr. t. d. 1. 63/1919, 4. gr. 2. málsgr. og 1. 35/1953, 8. gr., eða hugtök þessi eru not- uð jöfnum böndum i tilteknum lagabálki, sbr. t. d. 1. 41/ 1919, 2. gr., sbr. við 4. gr. Með því að lestrar á skjölum gætir mjög lítið samkv. gildandi lögum og myndi jafn- vel skipta minna máli en nú er, ef tillögur frv. þessa 20 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.