Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 23
um þau efni ná fram að ganga, er einsætt að nota frem- ur hugtalcið þinglýsingu en þinglestur. í þinglýsingarfrumvarpinu felast ýmis nýmæli, og verð- ur nú gerð grein fyrir hinum helztu þeirra, en að öðru leyti er visað til greinargerðar fyrir frv. A. Um þmglýsingardómara. 1 frv. er byggt á því, að þinglýsing sé dómsathöfn — jurisdictio voluntaria. Að vísu mætti vel hreyfa því, að skrásetningin (bókfærslan) sé aðalþáttur þinglýsingar- starfseminnar, og svipi þeim störfum meir til ýmis konar stjórnsýslustarfa en dómstarfa. Á Norðurlöndum hefur þinglýsing samt livarvetna verið talin til dóms- athafna, og var ekki talin ástæða til að livika frá þeirri tilhögun í frv. Embættismenn þeir, sem sýsla um þing- lýsingar, eru því í frv. ávallt nefndir dómendur, en ekki valdsmenn, svo sem stundum er gert í íslenzkum lög- um, sbr. t. d. 1. 51/1937, 5. gr. Samkv. 1. gr. frv. eru þinglýsingardómendur hinir sömu að höfuðstefnu til og nú er. Þó er lagt til, að lögreglustjórinn í Revkjavík sé þinglýsingardómari um skjöl, sem varða skrásettar bif- reiðar, og enn fremur er dómsmálaráðherra heimilað að kveða svo á, að lögreglustjóri í kauptúni sé þinglýsing- ardómari þar í umdæmi að nokkru eða öllu. Þessi ný- mæli eru rökstudd allrækilega í greinargerð fvrir frv., og visast þangað. í réttarfarslögum vantar nú ákvæði um meðferð þing- lýsingarmála, og ber einkum að geta þess, að 223. gr. eml. víkur ekki sérstaklega að þeim málum. 1 2. gr. frv. eru reglur um vanhæfi dómara til meðferðar máls. Er lagt til, að þar sé mun vægar farið i salcir en samkv. 37. gr. eml., og er mælt svo fyrir, að fulltrúi dómara geti levst úr máli, þótt dómari sé vanhæfur vegna tengsla við málið eða aðilja þess. 1 3. gr. frv. er sérstakt ákvæði um kæru til æðra réttar á úrlausn þinglýsingardómara Tímarit lögfrœöinria 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.