Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 24
á þinglýsingarmáli. Frestur til málskots er hér fjórar vikur í stað tveggja í 199. gr. eml. og auk þess er dóm- ara heimilað að lengja frestinn, ef sérstaklega slendur á. B. Um framkvæmd þinglýsingar. Með þinglýsingarlögunum frá 1928 var lögfest sú mikil- væga breyting, að skjöl skyldi afhenda þinglýsingardóm- ara í tveimur eintökum. \rar það ótvírætt merkasta ný- mæli þeirra laga. Er að sjálfsögðu gert ráð fvrir, að sú tilhögun haldist í frv. í 5. gr., sem fjallar um þetta efni, er það nýmæli, að ákveða megi í reglugerð, að fleira en eitt samrit eða eftirrit skuli fylgja frumriti. Er m. a. haft í huga, að skjal getur varðað fleiri fast- eignir en eina, og er þá þörf á fleiri en einu skjali hjá þinglýsingardómara, ef sú tilhögun væri upp tekin að nota sérstaka möppu til vörzlu á skjölum liverrar fast- eignar um sig, svo sem tíðkast í Danmörku, sbr. 10. gr. 3. rnálsgr. frv. 1 5. gr. cr einnig það nýmæli, að dómari geti krafizt, að islenzk þýðing fylgi þinglýsingarskjali, sem ritað er á erlent mál, sjá til samanhurðar 40. gr. laga 85/1936, í 6. gr. frv. er rætt um ýmsa ágalla, er varða þinglýs- ingarskjöl, og kveðið á um, hvernig við skuli brugðizt. Þessir ágallar geta ýmist varðað form skjals eða efni, svo og heimild útgefanda skjals til ráðstöfunar á þeim réttindum, sem skjal lýtur að. Agallar þessir myndu margir varða frávisun að gildandi rétti, en hagur er að því fyrir þinglýsingardómara, að brýn ákvæði séu tekin í lög um þessi atriði. Rétt er þó að benda á tvö atriði, scm eru nýmæli í þessu ákvæði. Ef útgefanda brestur heimild til að ráðstafa eign með þeim hætti, sem skjal greinir, er það allt að einu tækt til þinglýsingar samkv. 9. gi’. laga nr. 30/1928, en rita ber á það athugasemd um heimildarbrest. 1 3. málsgr. 6. gr. frv. segir, að skjali heri skilmálalaust að vísa frá þinglýsingu ,er svo stendur á. Eru nánari ákvæði um heimild til útgáfu skjals í 24., 22 Timarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.