Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 27
Samkv. 18. gr. frv. má þá ákveða, að yngri rétthafinn verði að þoka fyrir liinum eldra, en liitt yrði þó jafn- aðarlega, að eldri rétthafinn hlyti að vægja. í báðum tilvikum getur lcomið til bótagreiðslna úr rikissjóði, shr. 18. og 49. gr. frv. 1 8. gr. frv. eru ákvæði um þinglýsingarbækur. Gætir þar nokkuð nýmæla. Þinglýsingarbækur skulu vera laus- blaðabækur. Samkv. frv. er skylt að halda sérstaka þing- lýsingabók um bifreiðar, en samkv. 11. gr. 3. málsgr. laga 30/1928 er slíkt lieimilt, en ekki skylt. Þá er mælt fyrir um sérstaka þinglýsingabók fyrir loftför, en nú er nokk- uð á reiki, liver háttur er liafður á færslu skjala, er loft- för varða. Öll skjöl, er varða skrásetningarskyld skip, á að færa í skipabók, hvort sem skip eru undir 5 smálest- um eða stærri. I 53. gr. frv. eru ákvæði um gildistöku þessa skipulags. 1 9. gr. frv. er mælt fyrir um færslu skjals í þinglýs- ingarbók og vottorð dómara á það eftir að það hefur verið bókfært. Eftir skipulagi frv. getur þurft að rita tvennskonar vottorð á skjal af hendi dómara, þ. e. vottorð um viðtöku skjals og votlorð um færslu þess í þinglýsingarbók. Oft fer þetta tvennt þó saman, þ. e. í þeim tilvikum, er dómari telur sig hafa tök á að af- greiða skjal þegar í stað eftir viðtöku þess. -— í 3. málsgr. eru fyrirmæli um birtingu þinglýstra skjala. Nú um hríð hefur birtingu verið hagað mismunandi í Reykjavík ann- ars vegar og í öðrum umdæmum hins vegar, og er þó raunar um þrenn tilhrigði að tefla (Reykjavík — aðrir kaupstaðir — aðrir landshlutar), og vísast nánar um það til greinargerðar frv. f frv. er lagt til, að skipulag það verði tekið upp hvarvetna, sem lögfest var í Reykjavík með lög- um nr. 65/1943 og fólgið er í þvi að gera vikulega skrá um þinglýst skjöl, sem borizt hafa, og láta hana liggja frammi á skrifstofu dómara fulla viku. Frekari birtingar þarf ekki samkv. frv. i kaupstöðum og þinghám, þar sem dómari hefur aðsetur. Annars staðar er boðið að lesa Tímarit lögfræöinga 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.