Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 39
að réttindi þau, sem greind eru í þinglýsingarbókum, séu ógild. Afsal er t. d. fært í þinglýsingarbók, og skapar það afsalshafa A eignarheimild. Afsalandi B telur hins vegar, að afsalið sé ógilt, t. d. vegna þess að svikum hafi verið beitt eða brostnar forsendur séu fyrir hendi, og sé því af- salið óskuldbindandi fyrir sig. Nú hefur C samið við A sem eiganda fasteignar samkv. þinglýsingarbók, fyllilega gTandlaus um ágalla á afsali B til A. Ef C ætti að láta af rétti sinum vegna þess að afsalið er ekki skuldbindandi fvrir B gagnvart A, myndi það leiða til mikils öryggislevsis í viðskiptum, og gæti slíkt baft öriagaríkar afleiðingar í för með sér aftur í timann, fyrir margs konar réttindi, er til hefir stofnazt. I þinglýsingarlögunum norrænu er reynt að sjá við þessum agnúa i þinglýsingarkerfinu með því að mæla svo fyrir, að sá, sem semur við þinglýstan eiganda fasteignar, grandlaus um annmarka á eignarbeim- ild hans, þurfi ekki að hlíta þeirri mótbáru, að afsalið sé ógilt. Er lagt til í 33. gr. frv., að þess konar ákvæði verði lögfest hér, en mótbára, sem lýtur að því, að skjal sé fals- að eða fengið fvrir meiriháttar nauðung glatast þó elcki, og sama er um þá mótbáru, að skjal sé ógilt vegna lögræðis- skorts útgefanda f}Trir æsku sakir. í siðastnefndu tilvik- unum á sá maður, sem samið hefir við þinglýstan eiganda og kann að biða tjón af þeim samningum, bótarétt á rik- issjóð, sbr. 49. gr. ddið frv. Þessi ákvæði treysta stórlega áreiðanleik þinglýsingarkerfisins og þá einnig viðskipta- öryggið i þjóðfélaginu. Nokkur fjáráhætta er að visu lögð á rilcissjóð vegna falsaðra skjala o. f 1., en eðlilegra er að sú áhætta sé lögð á ríkissjóð en grandlausan viðsemjanda, og í annan stað er ætlunin, að sú fjárábyrgð skapi dóm- endum sérstakt aðliald um að sjá við skjölum, sem þannig eru til orðin, og ber þó að taka fram, að mjög er fátitt hjá íslenzkum þinglýsingarstarfsmönnum, að nokkur mistök hafi átt sér stað í þessum efnum. Bent skal á, að reglur 33. gr. frv. eiga aðeins við um ágölluð heimildarskjöl, en ekki önnur skjöl, svo sem veðbréf, en á hinn bóginn get- Tímarit' lögfrœöinga 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.