Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Síða 40
ur það að sjálfsögðu verið t. d. veðbréf, sem grandlaus við-
semjandi liefir tekið við í trausti þess, að eignarheimild
væri agnúalaus.
Uppistaðan í ákvæði 33. gr. frv. er það, að viss gildis-
áhrif eru tengd við þinglýst skjöl, er varða eignarheimild,
— þau eru talin gild gagnvart grandlausum viðsemjend-
um, traustfangsreglur eru látnar taka til þessara skjala,
en um nokkur þessarra skjala tekst ríkissjóður á hendur
áhættuna á ógildi þeirra. Þessar reglur hagga hins vegar
ekki þvi, að löggerningur kann að vera ógildur í skiptum
afsalsgjafa og afsalshafa.
Um skjöl, sem gefin eru út fyrir gildistöku laganna,
sjá 52. gr. 4. málsgr.
6. Heimildaráhri-f þinglýsingar.
I 34. gr. frv. er fjallað um heimildaráhrif þinglýsingar.
Þar segir, að leiga, afgjöld og aðrar greiðslur verði innt-
ar til þeirra, sem heimild hafa eftir þinglýsingarbókum
til að veita þeim viðtöku, enda sé greiðandi grandlaus
um, að viðtökuheimild hafi horfið öðrum á hönd. Sama
gegnir um uppsagnir og svipaðar aðgerðir. Slíkum
ákvæðum er ekki til að dreifa í settum íslenzkum lögum,
en oftast mvndi eftir þeim farið að núgildandi rétti. Er til
mikillar leiðbeiningar og hægðarauka fyrir viðskiptalífið
að liafa slík ákvæði að hyggja á.
7. Tímabundið gildi þinglýsingar. Aflýsingar.
1 35.—38. gr. eru ákvæði um tímabundið gildi þinglýs-
ingar. 1 þinglýsingarlöggjöf hlýtur að skipta höfuð-
máli að húa svo um, að þinglýsingarbækur veiti glöggt
yfirlit yfir réttindi, sem í gildi séu, en skjölum, sem mæla
um brottfallin réttindi sé byggt út, þ. e. að þinglýsingar-
bækur séu í samræmi við veruleikann að þessu leyti. Þessu
markmiði yrði að sjálfsögðu náð, ef aðiljar þeir, sem hlut
eiga að máli, hefðu hirðu á að aflýsa skjölum jafn harðan
eftir því sem þau falla úr gildi. Reynslan hefir sýnt, að
38
Tímarit lögfrœöinga