Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 45
og 34. gr. eml. verði túlkuð svo, að síðarnefnda álcvæðið eigi ekki við um afstöðu miili þess, er tjóni sætir, og dómara. Rétt þótti að takmarka greinda ábyrgð ríkissjóðs við 100,000 kr., sbr. 50. gr. frv., svo og að áskilja, að mál verði böfðað innan 6 mánaða frá því að aðilja varð kunnugt um tjón sitt. I. Um öflun eignarheimildar o. fl. Því var fvrr lýst, að 24. gr. frv. er næsta kröfubörð um það, að útgefandi skjals hafi þinglýsta heimild að eign. Nú má búast við því, að ýmsir þeir, sem fara með eignar- ráð yfir fasteignum, hafi ekki agnúalausa heimild, svo sem framkvæmd þessara mála hefir verið að undanförnu. Með ákvæði 51. gr. frv., sem orðað er að norskri fyrir- mynd, er noklcuð komið til móts við slíka menn. Er lagt til, að lögfest verði tiltölulega hæg leið fyrir slíka menn að fá óskoraða eignarheimild. Að sjálfsögðu gildir svo 220. gr. eml. til frambúðar auk þessa. I 52. gr. 3. málsgr. frv. er annað ákvæði, sem á rót sína að rekja til örðugleika manna á að afla sér þinglýstrar eignarheimildar. Tekur það til þess, er húseign er án þing- lýstra lóðarréttinda vegna þess að lóðareigandi vill ekki af sérstökum ástæðum gera tímahundinn afnota- eða leigu- samning um lóðina. Skal ekki heita ákvæðum 1. og 3. málsgr. 24. frv. um skjöl, sem slíkar húseignir varða, en liins vegar teleur 51. gr. ekki til slikra eigna. Er það fyrst og fremst tillitið til eigenda þessara húseigna, sem ræður þessu ákvæði, en hér koma einnig til örðugleikar þinglýs- ingarstarfsmanna í sambandi við slíkar eignir, svo sem rakið er í greinargerð. NIÐURLAGSORÐ. Það mun elcki orka tvimælis, að þinglýsingar og þing- lýsingarkerfið sé ein af líftaugum viðskiptalifsins. Þinglýs- ingahækurnar veita þeim, sem hyggjast semja um ýmsar Tímarit lögfrœðinga 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.