Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 54
víkur, herbergi málflutningsmanna, eitt skrifstofuherbergi og íbúð yfirfangavarðar. Neðri hæðin er fangelsið. Eftir henni endilangri er gangur með klefum til beggja handa auk varðstofu, eldhúss, búrs, geymsluklefa, yfirheyrzluher- bergis, baðklefa og snyrtiklefa. Við bakhlið hússins er 650 fermetra útivistargarður með háum múr umhverfis, sem nýlega hefir verið svo úr garði gerður, að eigi eru taldir möguleikar á að fangar geti komizt aðstoðarlaust út yfir hann. Fangaklefar eru 12. Eru það 6 einmenningsklefar, 1 tveggja manna klefi, 2 þriggja manna, 2 fjögurra manna klefar og 1 fimm manna klefi. Alls klefar fyrir 27 fanga. Auk þess er einn svokallaður kistuklefi, þ. e. a. s. öryggis- klefi, sem eigi er notaður nema í þeim tilfellum, að fangi sé vegna ofstopa eða geðbilunar eigi hafandi í venjulegum klefa. Einn einmenningsklefinn er sérstaklega útbúinn sem sjúkraklefi. Vinnustofur eru engar til í húsinu, engin mat- stofa, dvalarstofa, stofa til læknisskoðana né heimsóknar- herbergi. Hljóðbært er í því og fram að viðgerðinni á síð- astliðnu ári var það ekki mannhelt, enda kom það fyrir, að fangar strykju. 1 hegningarhúsinu hefir verið fullnægt samtímis ýms- um tegundum refsivistar auk þess sem gæzluvarðhald hefir verið framkvæmt þar og geðveikir menn hafa í neyð- artilfellum verið geymdir þar öðru hverju vegna skorts á sjúkrahúsrými fyrir þá. Að sjálfsögðu hafa gæzlufangar og geðveikir menn verið einangraðir, en engin tök hafa verið að aðgreina refsifanga eftir refsitegundum, svo sem varðhaldsfanga frá fangelsisföngum, eftir að núgildandi hegningarlög komu til framkvæmda. Þó að húsið væri í upphafi byggt utanvert við bæinn, er það nú í næsta nágrenni miðbæjarins við fjölfarna verzl- unar- og íbúðargötu, sem er samgönguæð talsverðs bæjar- hluta við miðbæjarsvæðið og höfnina. Fangaverðir eru 6 að yfirfangaverði meðtöldum og ann- ast þeir matreiðslu alla og framreiðslu. Yfirfangavörður sér um öll innkaup stofnunarinnar. 52 Tímarit lögfrœOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.