Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 55
b. Lögreglustö&varkjallarinn Undanfarin 20 ár hefir hann verið handtökuvarðhald bæjarins. Um hann segir lögreglustjórinn í Reykjavík þetta í bréfi, dagsettu 5. júlí s.l.: „1. Aðallögreglustöð Reykjavíkur hefir verið til húsa að Pósthússtræti 3 í um það bil aldarfjórðung. Þegar lögregl- an fékk það húsnæði til afnota, var um mikla framför að ræða frá því sem áður var. Ymsir megingallar voru þó á húsnæðinu þegar frá upphafi og þá fyrst og fremst sá, að ekki var séð fyrir neinum vistarverum til geymslu ölvaðra manna, sem nauðsyn bar til að hafa í vörzlu um stundar- sakir. Hafði lögreglan því eftir sem áður einungis aðgang að mjög takmörkuðu rúmi í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg til framangreindra nota. Reyndist þetta svo mik- ill annmarki, að hafist var handa á árinu 1940 að innrétta nokkra klefa í neðanjarðarkjallara lögreglustöðvarinnar við slæmar aðstæður. 2. 1 fangageymslu lögreglustöðvarinnar eru 10 klefar, 148x176 cm að flatarmáli, en lofthæð er 200 cm. 1 hverjum klefa er legubekkur með tveimur teppum. Klefarnir eru gluggalausir á veggjum, en gluggar eru á hurðum þeirra til þess að fangaverðir geti fylgzt með föngunum. Ekkert salerni er í kjallaranum og verður því að notast við salerni iögreglumanna á götuhæð byggingarinnar. Gangar eru þröngir, en það veldur örðugleikum fyrir lögreglumenn og fangaverði við að athafna sig við fangaflutninga. Eins og áður segir hafa aðstæður allar verið slæmar í fangageymsl- unni frá upphafi. Reynt hefir þó verið á undanförnum ár- um að endurbæta hana eftir því, sem unnt hefir reynzt. Loftræstingarkerfi hefur verið sett í fangageymsluna, gluggar með óbrjótanlegu gleri í klefahurðir til þess að forðast slysahættu af grindum, sem þar eru, og klefar og gangar eru málaðir með tiltölulega stuttu millibili í þrifn- aðarskyni. Hins vegar verður aldrei hægt að gera fanga- geymsluna að öllu leyti þannig úr garði, meðan hún er í núverandi húsakynnum, að við megi una. Tímarit lögfræöinga 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.