Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 56
3. Staðsetning lögreglustöðvarinnar og fangageymsl- unnar á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis, þröngra og umferðarmikilla gatna, er þegar orðið mikið vandamál. Lögreglustöðvarlóðin er nær öll undir byggingum. Færa verður því ölvaða menn og aðra, sem lögreglan handtek- ur, úr lögreglubifreiðum 1 Pósthússtræti eða Hafnarstræti og inn á lögreglustöð, svo að segja fyrir almenningssjón- um. Er það vægast sagt óviðurkunnanlegt bæði fyrir þá, sem handteknir eru, og vegfarendur, sem af tilviljun verða áhorfendur þess. 4. Fangageymslan er að langmestu leyti notuð fyrir ölv- aða menn. Þó kemur stundum fyrir, að þar eru geymdir um stundarsakir afbrotamenn og geðveikt fólk. Ennfrem- ur heimilislausir flækingar og drykkjumenn, sem beiðast gistingar um nætursakir. Á s.l. ári voru 4687 varðhaldstilfelli, en á árunum 1950 —1959 samtals 38830. Vegna rúmleysis kemur mjög oft fyrir að sleppa verður föngum fyrr úr haldi en efni standa til vegna annarra, sem enn brýnni nauðsyn er á að geyma. Sömuleiðis verður lögreglan mjög oft að flytja ölvað fólk heim, þótt vitað sé, að æskilegra væri að hafa það í haldi af heimilisástæðum viðkomandi fólks eða öryggis vegna. Torveldar þetta mjög löggæzlu í bænum, einkum að kvöld- og næturlagi. 5. Við fangageymsluna starfa þrír fangaverðir. Eru tveir þeirra ríkisstarfsmenn, sérstaklega ráðnir sem fanga- verðir, en einn úr lögregluliði Reykjavíkurbæjar. Fanga- vörðum er gert að skyldu að gæta að föngunum á 20 mín- útna fresti í öryggisskyni. Eru sérstakar varðklukkur við hverjar klefadyr, sem fangaverðirnir stimpla inn á, er þeir koma þangað. Reksturskostnaður fangageymslunnar að meðtöldum viðhaldskostnaði og launum tveggja fangavarða, nam á s.l. ári kr. 171.972,27, en er áætlaður á þessu ári kr. 244.000,00. Hækkunin stafar aðallega af því, að ráðgert er að byggja sérstakt salerni fyrir fangana á þessu ári, ef 54 Tímarit lögfræSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.