Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 59
í lengri tíma en 1—3 daga. Gæzlufanga, sem geyma þyrfti lengur, yrði ég áframhaldandi að senda til gæzlu í Reykja- vík. Hina aðra fangaklefa má á sama hátt, einkum hvað snertir betri lýsingu, gera vistlegri með litlum tilkostn- aði. Að öllu samanlögðu tel ég, að fangahúsmálin hér 1 Keflavík séu í viðunandi horfi eins og er. Viðbrigðin við flutning fangahússins og lögregluvarðstofunnar frá braggaskriflinu 1 önnur húsakynni voru mikil.“ Síðan skýrir bæjarfógeti í bréfi sínu frá áformum um aðra lausn þessara húsnæðismála en ofan á varð og telur hann flutninginn í núverandi húsnæði hafa verið á sínum tima „hreint neyðarúrræði" hjá þeirri lausn, sem hann hafði áformað. Að lokum segir svo í bréfinu: „Ég skal taka það fram, að ég hefi þegar gert ráðstafanir til að útbúnaður og lýs- ing fangahússins og klefanna verði bættur svo sem nauð- synlegt er og kostur er á við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru.“ 4. Keflavíkurflugvöllur Þar er nýbyggð lögreglustöð, sem tekin var í notkun í síðastliðnum nóvembermánuði. 1 þessari byggingu eru 4 fangaklefar, sem eigi eru enn fullgerðir. Segir lögreglu- stjórinn í bréfi, dagsettu 30. maí s.l., að vonir standi til að klefarnir verði fullgerðir á þessu ári, enda sé þess brýn þörf, að unnt sé að taka þá í notkun. Segir síðan í bréfinu: „Hér er það æði títt, að lögreglan verði að hafa afskipti af ölvuðum mönnum, sérstaklega 1 sambandi við dansleiki, og hefir þeim, er þurft hefir að setja í fangageymslu, verið komið fyrir í fangahúsinu í Keflavík, en þangað er stutt að fara. Gæzluföngum verður að koma fyrir í Hafnarfirði eða Reykjavík, og er það hvorutveggja óþægilegt og dýrt. Er fangaklefar verða teknir hér í notkun, lagast þetta mjög mikið.“ Virðast þessir 4 klefar verða allgóðir sem geymsla hand- tekinna manna og til skammvinns gæzluvarðhalds. Timarit lögfrœöinga 57

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.