Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 60
5. Kópavogur Þar er ekkert fangahús. I bréfi bæjarfógetans, dagsettu 27. apríl s.l., segir svo: „Hér í umdæminu er ekkert fangelsi eða fangaklefar. Lítið hefir á fangelsisplássum þurft að halda síðan Kópa- vogur varð sérstakt lögsagnarumdæmi, en þegar þurft hefir að koma ölóðum mönnum í geymslu, hefir þeim verið komið til Reykjavíkur og gæzlufangar hafa verið geymd- ir í hegningarhúsinu í Reykjavík. Afplánun dóma hefir farið fram á Litla-Hrauni. Ég tel núverandi ástand viðunandi á meðan við höfum sama rétt til afnota af framangreindum stofnunum og hliðstæð yfirvöld í Reykjavík, enda sýnist mér það frá f járhagslegu sjónarmiði fráleit ráðstöfun að setja upp sér- stakar þess konar stofnanir hér í umdæminu. Við fram- tíðaráætlanir í fangelsismálum í Reykjavík tel ég að miða ætti við, að fullnægt yrði þörfum næsta nágrennis jafn- framt.“ 6. Akranes Þar er fangahús með fjórum fangaklefum. 1 bréfi, dag- settu 11. júlí s.l., lýsir bæjarfógetinn því þannig: „Fangelsið á Akranesi er byggt árið 1940 og var tekið í notkun í desember þ. á. Það er staðsett ofarlega en þó nokkuð miðsvæðis í bænum. Allmörg íbúðarhús hafa á seinni árum verið byggð í námunda við fangahúsið, eitt þeirra jafnvel aðeins í 2ja—3ja m. fjarlægð frá því. Auð- sætt er af því m. a., að bæjarstjórnin hér ætlast ekki til að húsið verði áfram, þar sem það nú er, heldur mun áform bæjarstj. vera að brjóta hús þetta niður við fyrsta tækifæri, en byggja í þess stað fangageymslu og lögreglu- varðstofu saman, svo að lögreglumenn geti haft umsjón og gæzlu fanga með höndum samhliða varðgæzlu. Þessi mál eru samt ennþá ekki endanlega ákveðin, annað en það, að byggja saman fangelsi og varðstofu. Nú er varðstofan í ráðhúsi bæjarins, sem er um 1 km. fjarlægð frá fanga- 58 Tímarit lögfrœSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.