Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 65
Rekstur fangelsisins er kostaður af þessum 3 aðiljum í sömu hlutföllum og eign þeirra er talin. Fangelsið er notað til að vista í handtekna menn og þá, sem úrskurðaðir hafa verið í gæzluvarðhald. Fangavarzl- an var til ársins 1956 í höndum manns, sem bjó 1 íbúðinni uppi yfir bókasafnshúsinu. Síðan hefir fangavarzlan ver- ið í höndum lögreglunnar, en eftirlit með fangelsinu vegna eldhættu hafa íbúar efri hæðar í bókhlöðu ætíð haft. Fangaviðurværis 'hefur verið aflað frá matsölustöðum. Þeir ágallar eru fyrst og fremst á fangelsinu og rekstri þess, eins og nú háttar, að það er orðið of lítið og af þeim sökum ekki til frambúðar. Ennfremur er búist við, að íbúðarhæð bókhlöðu verði tekin til afnota fyrir bókasafn- ið jafnvel á næsta ári. Verður þá engu eftirliti vegna eld- hættu við komið af hálfu íbúa í húsinu sjálfu. Leiðir skilj- anlega af þessu mikla eldhættu fyrir fangana. En eftirliti með slíku utan húss af hendi lögreglu eða annarra verður naumast við komið, svo að viðhlítandi sé.“ Sá galli er á fangahúsi þessu, að eigi er aðkeyrsla að dyrum þess. Verður að leiða fangana af götunni meðfram húshliðinni eftir þröngum og talsvert löngum stíg. 16. Sigiufjörbur Þar er 10 klefa fangageymsla í húsinu Gránugötu 18. I bréfi bæjarfógetans, dagsettu 29. júní s.l., um fangelsa- mál lögsagnarumdæmisins, segir svo: „Á árinu 1955 festu ríkissjóður og bæjarsjóður Siglu- fjarðar kaup á húsinu nr. 18 við Gránugötu hér í bæ, en fram að þeim tíma hafði lögreglan hér á staðnum búið við gjörsamlega ófullnægjandi starfsskilyrði. Húsið nr. 18 við Gránugötu mun vera byggt laust eftir 1930, gert úr steinsteypu og ranrmbyggilegt að smíð. 1 því er kjallari, að mestu leyti grafinn í jörð, 2 hæðir og ris. Við kaupin á húsinu var það ákveðið, að í kjallara þess yrði komið upp fangageymslu, 1. hæð yrði notuð sem lögregluvarðstofa, á 2. hæð skyldi gera réttarsal fyrir bæjarfógetaembættið, Tímarit lögfrœöinga 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.