Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 69
þar er mjög þröngur stakkur skorinn og raunar engin að- staða til starfa, sem næði þarf til, og er það að sjálfsögðu óviðunandi.“ Eins og segir hér að framan liggja dyr fangaklefanna að ganginum frá útidyrum hússins inn í lögregluvarðstof- una. Á klefahurðunum eru kringlótt op, rúðulaus. Heyra því allir, sem inn í ganginn koma til þeirra, sem í klefun- um eru, og geta séð þá og talað við þá um op þessi. Er þetta ótækt og eru dæmi til þess, að fólk, sem komið hefir inn í ganginn til að hafa tal af lögreglunni, hefir hrökkl- ast út vegna hrópa og háreysti ölóðra manna í klefunum. Að öðru leyti virðast klefarnir nothæfir til geymslu hand- tekinna manna um stundarsakir. 19. Þingeyjarsýsla og Húsavík 1 nýlega byggðri slökkvistöð á Þórshöfn á Langanesi eru 3 fangaklefar og snyrtiherbergi ásamt varðstofu. Eru klefarnir fyrst og fremst ætlaðir til geymslu ölvaðra manna um stundarsakir. önnur fangahús eru ekki í þessum lögsagnarumdæmum, en áform eru uppi um að koma fyrir fangaklefum í slökkvi- stöð, sem byggð verði á Húsavík. 20. Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður Ekkert fangahús. 21. Neskaupstaður Ekkert fangahús. Áform eru uppi um að innrétta gömlu slökkvistöðina þar í bæ sem fangahús með 2 tveggja manna klefum, snyrtiherbergi og lögregluvarðstofu. 22. Suður-Múlasýsla Þar er eitt fangahús, í Egilsstaðakauptúni. Um það seg- ir sýslumaður í bréfi, dagsettu 10. júní s.l.: „Það var byggt á kostnað hreppa á Fljótsdalshéraði með styrk úr sýslusjóðum Norður- og Suður-Múlasýslu og úr Tímarit. löqfrœdincia 07

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.