Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 76

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 76
Vegna algers skorts vinnuskilyrða í hegningarhúsinu hefir það, allt frá stofnun vinnuhælisins, eigi verið notað til langdvala fanga. Til fullnustu allra fangelsisrefsinga og lengri varðhaldsrefsinga hefir vinnuhælið verið notað, en hegningarhúsið til skammvinnra sektaafplánana og varðhaldsrefsinga. Fangahúsin í Hafnarfirði, á Isafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum hafa verið löggilt til úttektar allt að tveggja mánaða refsivistar og hafa þau verið notuð til af- plánana smásekta og stuttra varðhaldsdóma. Eru þó eigi í þeim fangahúsum nein vinnuskilyrði og eigi er þar neinn möguleiki til garðvistar nema á Isafirði, þar sem garður er við fangelsið. önnur fangahús landsins hafa einungis verið notuð til geymslu handtekinna manna (mest ölvaðra) um stundar- sakir. Athugasemdir og hugleiöingar um fangelsa- þörfina og fyrirkomulag aöálfangelsa landsins. Þegar hugur er að því leiddur, hvexmig fangelsamálum landsins skuli hagað í framtíðinni og hvaða breytinga sé þörf frá núverandi ástandi, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir — eftir þvi sem unnt er — hver fangelsaþörf- in til refsiframkvæmdar er samkvæmt dómsmálaskýrslum undanfarinna ára. Hefi ég í þessu sambandi tekið saman dæmdar varðhalds- og fangelsisrefsingar á landinu á fimm ára tímabilinu 1955—1959, en upplýsingar um þær er að finna í dómsmálaskýi’slum í Reykjavík og tilkynningum úr öðrum lögsagnarumdæmum til sakaskrár ríkisins. Er sú skrá á þessa leið, í-efsing talin í dögum: Varðhald Ár Skilorðsbundið Óskiloi'ðsbundið 1955 725 927 1956 285 1667 1957 580 1347 Tímarit lögfrœöinga 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.