Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 8
ekki varir. Nú á dögum er það almennt álit, að við ákvörð- un sektarfjárhæðar beri að taka tillit til efnahags söku- nauts, en aftur á móti greinir menn á um, hvaða leið á að fara til að ná þessum tilgangi. Aður en ég minnist á þau úrræði, sem hér koma helzt til álita, vil ég geta þess, að reglan um að miða fjárhæð sekta við efnahag getur af praktískum ástæðum ekki kom- ið alltaf til framkvæmdar. Hún á einkum við, þegar hin mikilvægari refsimál ganga til dóms að undangenginni ýtarlegri rannsókn. 1 þeim fjölmörgu tilvikum, þar sem mál eru afgreidd með dómsátt eða ákvörðun lögreglu- manna, svo sem ölvunarmálum, smávægilegum brotum á umferðarlögum, lögreglusamþykktum o. s. frv., er yfir- leitt ekki unnt að koma reglunni við. Slík mál þarfnast skjótrar afgreiðslu án fyrirhafnarmikillar rannsóknar, og er því almennt í framkvæmd ákveðin sama sekt við sams konar broti, án tillits til þess, hver i hlut á. Myndast þann- ig fastir taxtar, sem eftir er farið, en vitanlega breytast þeir eftir breyttu verðgildi peninga. Sú leið, sem hér á landi hefur verið farin til að beita efnahagsreglunni við ákvörðun sekta, er í 51. gr. almennra hegningarlaga, en þar segir i 1. málsgr., að þegar upphæð sektar er tiltekin, skal höfð hliðsjón af efnahag sökunauts, auk annarra ástæðna, sem áhrif hafa á refsihæðina. Ekki má þó af þessum sökum fara út fyrir lágmark eða hámark refsiákvæðisins, og er hér því hvorki um refsihækkunar- né refsilækkunarástæðu að ræða í tæknilegri merkingu þeirra orða. Að þvi er varðar upplýsingar um efnahag, mun yfirleitt farið eftir almennri vitneskju um stöðu eða starf sökunauts og aðrar ástæður hans, en þegar sérstök þörf krefur, ber vitanlega að afla gagna, sem fræðslú geta veitt í þessu efni. 1 Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hefur verið tekin í lög önnur aðferð til að láta misjafnan efnahag hafa áhrif á fjárhæð sekta. Þar á ég við hinar svo nefndu dagsektir (dagbödér), sem ekki má blanda saman við dag- eða viku- 54 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.