Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 13
hann framfærir. Að því er varðar sökunaut sjálfan, þá er á það litið, að fjárheimtan gæti orðið honum meira óhag- ræði en afplánun sektarinnar, t. d. ef innheimtan hefði það í för með sér, að hann missti ibúðarhús sitt eða at- vinnustöð, mikilsverð atvinnutæki o. s. frv. Ef þetta snert- ir sökunaut einan, ætti lögreglustjóri þó að fara eftir ósk hans, ef hann vildi heldur láta slíkar eignir af höndum en sæta refsivist. Að því leyti sem lögreglustjóri á að taka tillit til manna, sem sökunautur framfærir, þá gegnir öðru máli. Innheimtan á ekki að bitna sem refsing á þeim, og mundi þá lögreglustjóri meta þetta sjálfstætt, án tillits til óska sökunauts. Ef lögreglustjóri krefst fjárnáms, á fógeti þó ekki að leggja álit hans til grundvallar, heldur meta hagi sökunauts sjálfstætt og heimila fjárnám eða synja um það samkvæmt eigin mati, sem svo aftur má bera undir Hæstarétt með áfrýjun. I sérlögum eru nokkur ákvæði um, að annar aðili en sakbomingur sé ábyrgur fyrir greiðslu sektar, sbr. t. d. fiskveiðilöggjöfina. Ef slík sérstök lagaheimild er ekki fyrir hendi, er óheimilt að innheimta sekt hjá nokkrum öðrum en sökunaut sjálfum, sbr. 4. málsgr. 52. gr. hegning- arlaganna. Af því leiðir, að óheimilt er að veita sökunaut greiðslufrest gegn ábyrgð eða tryggingu frá þriðja manni. Ef sökunautur verður gjaldþrota, má lýsa sektarkröfu í bú hans, og sætir hún þar sömu kjörum og almennar kröf- ur, nema hún sé tryggð sérstaklega samkvæmt tiltekinni lagaheimild. Ef sökunautur andast, áður ensektiner greidd, má ekki krefjast greiðslu úr dánarbúi hans. Undantekning frá þeirri reglu er þó í 2. málsgr. 48. gr. laga nr. 55 frá 1964. Þó að hagir sökunauts breytist, eftir að sektarákvörðun hefur verið gerð, er ekki heimilt að breyta sektarfjárhæð nema með náðun. Samkvæmt konungsúrskurði frá 23. desember 1864, sem enn er talinn í gildi, getur dómsmála- ráðherra þó veitt eftirgjöf eða lækkun á sekt, sem nemur eklci 100 krónum. Um heimild þessa má væntanlega hafa hliðsjón af lögum nr. 14 frá 1948, þannig að hún nái til Timarit lögfræoinga 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.