Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Page 16
5 daga varðhald. Af reglu þessari leiðir, að ekki þótti rétt að ákveða í lögunum neinn tiltekinn afplánunarstiga (skala), eins og gert er í sumum erlendum hegningarlög- um, þ. e. að sama sektarfjárhæð afplánist alltaf með sömu dagatölu. Annað mál er það, að í þeim fjölmörgu tilvikum, þar sem sektir eru ákveðnar án tillits til efnahags, svo sem fyrr var getið, þá verður að hafa samræmi um afplánunar- tímann. VII. Notkun sektarefsingar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hvernig hlut- verki er skipt i löggjöfinni milli refsivistar og fésekta, það er svo alkunnugt. Sektir eru vægari refsitegund en refsi- vist, þ. e. hæsta selctargreiðsla er að lögum vægari refsing en skemmsta refsivist. I hin almennu hegningarlög eru tekin þau afbrot, sem mikilvægust eru talin, enda liggur refsivist, varðhald eða fangelsi, við þeim flestum. I örfá- um tilvikum varða brot eftir almennum hegningarlögum aðeins sektum, sbr. 117. gr., 3. málsgr. 123. gr., 153., 2. málsgr. 161. gr. og 237. gr. Aftur á móti er algengt, að dóm- stólunum er heimilað að velja á milli refsivistar og sekta. Er þá oftast ráðgert, að aðallega sé beitt refsivist, en sekt- um því aðeins, að brot sé smáfellt eða sérstakar málsbætur fyrir hendi. I sumum tilvikum er þó ætlazt til, að sektum sé að jafnaði beitt, en refsivist þvi aðeins, að brot sé stór- fellt eða önnur atvik liggi til þess, að refsing sé þyngd. Svo er t. d. yfirleitt háttað um brot gegn friðhelgi einka- hfs og æru, svo og um ýmis brot gegn eignarumráðum, sem ekki teljast til auðgunarbrota. Þess má sérstaklega geta, að samkvæmt 20. gr. hegningarlaganna má dæma sektir fyrir tilraun til afbrots, þó að fullframið brot varði eingöngu refsivist. Einnig má samkvæmt 2. málsgr. 22. gr. ákveða sektarrefsingu við hlutdeildarbroti, þegar til- tekin skilyrði eru fyrir hendi, þó að aðalbrot varði refsi- vist. Loks geta refsilækkunarástæður samkvæmt 74. gr. og 75. gr. leitt til þess, að sektir séu dæmdar fyrir afbrot, sem ella varða refsivist. 62 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.