Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Síða 24
Árið 1678 hafi lögmaður Sigurður Björnsson látið hýða við staur mann að nafni Magnús Benediktsson fyrir galdra, en af dómi landsþingsins sjáist, að hann hafi verið saklaus. Árið 1681 hafi sami lögmaður dæmt mann að nafni Ara Pálsson til að þola brennu vegna galdurs, en sá verkn- aður hafi þó engan veginn verið sannaður. Árið 1684 hafi sami lögmaður dæmt mann að nafni Jón Hreggviðsson, sem dæmdur hafi verið til dauða fyrir dráp eins böðuls. Hafi Jón komið aftur til Islands árið 1686 með stefnu til Hæstaréttar, en síðan ekkert verið aðhafzt í málinu og búi hann þó í u. þ. b. 3 mílna fjarlægð frá lögmanninum Sigurði Björnssyni. Arið 1698 hafi komið til þingsins mál þess efnis, að kona, að nafni Geirný Guðmundsdóttir hefði gifzt (haft til egte) bróður manns sins, Bjarna Böðvarssyni að nafni, en máli þessu síðan litt framfylgt. Hjúskapur svo nátengdra aðila hafði þegar verið bannaður í Grágás (sbr. I a 37, I b 40, II 157, 206) og jafnan síðan. Voru þungar refsingar við lagð- ar i Stóra dómi frá 2. júlí 1564. Þá hafi Gottrúp lögmaður tekið að veði silfurkaleik og patínu, sem sé eign Grundarkirkju i Eyjafirði, en ekki fengizt til að skila munum þessum, þótt hann mætti vera í fullkomnum vafa um heimild til slikrar veðsetningar. I skýrslu þessari, sem nú hefur stuttlega verið rakin eru talin þau helztu dómsmál, sem til kasta þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns komu, en afskipti þeirra af málum þessum urðu ekki á einn veg. Mál Hólmfasts Guðmundssonar laukst með sætt, sem þeir gerðu með sér Hólmfastur og sýslumaður Kjósar- sýslu Jón Eyjólfsson. Bætti sýslumaður Hólmfasti húðlátið með 20 rd. og lýstu þeir sætt sinni fyrir Páli Vidalín, en hann gerði bréf þar um þeirra í milli. Gerðist þetta i sept- ember árið 1705.5) 5) Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns, Reykjavík 1904, bls. 34. 70 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.