Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 10
veru.x) 1 lögmannsdómi, sem gekk árið 1505, um sýslu- mannsstarf, er frá\’iking sýslumanns meðal annars byggð á þeirri sök, að sýslumaður hafi hvorki haft bú né heimili í sýslu sinni. 2) 1 bréfi konungs frá 1657 er beinlínis á- kveðið, að hver sýslumaður skuli eiga heimili í sinni sýslu. 3) Sama kemur fram í konungsbréfi 1692 4) og í konungsúrskurði frá 1727.5) Með konungsbréfi frá 1668 var sýslumanni leyft að búa á sínum eigin garði, þar hann svo nærri sýslu liggur.6) I dómum, sem sýslumenn nefndu menn í, er viðast svo að orði kveðið, að dómendur hafi verið í dóm nefndir af þessum eða hinum sýslumanni, sem j>á hafi haft sýslu eða konungssýslu í þessu eða hinu þing- inu eða sýslunni.7) 1 Jb. III,s standa m. a. þessi orð: „Þótt fleiri séu sýslu- menn í fjórðungi en einn“. Þetta virðist gefa í skyn þá reglu, að einn sýslumaður skyldi jafnan vera í hverjum fjórðungi. Eftir jjessu hefðu ])á umdæmi sýslumanna jafn- an átt að vera fjórðungarnir. Dæmi eru líka til um það, að svo hafi stundum verið. I lögmannsannál 1293 segir: „Skipaður Pétri af Eiði, norrænum manni, allur Norð- lendingafjórðungur“.8) I sama annál 1296 segir: ..Item skipaður Norðlendingafjórðungur Guðmundi skáld- stykli“. °) Ennfremur 1301: „Þá kom út herra Álfur úr Króki. Honum voru skipaðir tveir fjórðungar, Norðlend- ingafjórðungur og Austfii'ðingafjórðungur.“ 10) Frá því er sagt í Hólaannálum 1273, að konungur hafi fengið þeim 1) í. F. II, 765. 2) í. F. VII. 753. 3) Lovs. f. ísl. I, 252. 4) Lovs. f. ísl. I, 502. 5) Lovs. f. ísl. II, 65. 6) A. í, VII, 125 og 126. 7) Sjá t. d. í. F. V, 229, 637, VI, 101, 305, 313, 679, VII. 350, VIII, 107, 347, IX. 213, 344 og X, 671, 521. 8) Annálar G. J. bls. 96—97. 9) Annálar G. J. bls. 97. 10) Annálar G. J. bls. 100, 4 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.