Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 13
að skipa sýslumenn. 1 Alþingisdómi frá 1540 er talað um óveittar sýslur, sem skuli vera í vernd lögmanns þar til löglegur hirðstjóri kemur, sem settur sé af konungi.x) 1 bréfi sínu til hirðstjóra 1545, segir biskup, að gott væri, að hann flýtti sér ekki að veita sýslur. -) 1 konungsbréfi frá 1552 segir, að hirðstjóri hafi fullt vald til að skipa aðra góða sýslumenn.1 2 3) Árið 1633 íelur konungur lénsmanni að skipa sýslumann í Vestmannaeyjum.4) 1 fornbréfa- safninu eru nokkur skipunarbréf sýslumanna, útgefin af hirðstjórum (1482, 1485, 1490, 1525, 1539 o. fl.).5 6) 1 skipan hirðstjóra frá 1501 segir m. a. svo, að lögmenn hafi vald yfir þeim sýslumönnum, sem ekki gera lög og rétt, eða deyja kunna, og setja þá af og skikka aðra góða menn í staðinn.G) Til eru skipunarbréf sýslumanna, sem lögmenn gáfu út frá árunum 1509 og 1521.7) 1 þessu sam- handi kemur til athugunar áður nefndur Alþingisdómur frá 1540, sem mælir svo fyrir, að óveittar sýslur skuli vera í vernd lögmanns þar til löglegur hirðstjóri kemur. Að líkindum hefur vald lögmanna til þess að skipa sýslu- menn verið takmarkað við fjarveru hirðstjóra eða önnur forföll hans. Stundum liöfðu biskupar veitingavaldið. ögmundi bisk- upi í Skálholti var t. d. fengið vald til að veita sýslur í sínu biskujjsdæmi. Samkvæmt því skipaði hann sýslu- mann i Rangárvallasýslu árið 1534 8 9) og aftur árið 1536. ° ) Sennilega hafði Jón biskup Arason á Hólum einnig vald til að skipa sýslumenn í sínu biskupsdæmi.10) 1) í. F. X, 534—536. 2) í. F. XI, 411. 3) í. F. XII, 362, sbr. og Lovs. f. Isl. I, 171. 4) Lovs. f. Isl. I, 217. 5) í. F. VI., 447, 545, 717, IX, 266, X, 449. 6) í. F. IX, 46, sbr. VII, 734 og X, 465. 7) í. F. VIII, 273, 296, 831. 8) í. F. IX, 707, sbr. 736. 9) í. F. X, 74 og 340. 10) í. F. IX, 736. Tímarit lögfræðinga 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.