Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 22
I. Störf, sem frábrugðir eru störfum sýslumanna nú á tímurn. Hér er aðallega um að ræða störf í sambandi við öxar- árþingið. 1. Seta á Alþingi. Sýslumenn voru skyldir til að mæta á Alþingi. 1 Jb. I, 2 segir, að valdsmenn allir og sóknarmenn þeirra séu skyldir að koma til lögþingis eða skilríkir umboðsmenn þeirra. Ef þeir mættu ekki að forfallalausu, varðaði það þriggja marka sekt. Um skyldu til að sækja Alþingi má minna á réttarbót 1313. Ostatollur til Viðeyjarklausturs var samþykktur fyrir 1280 af sýslumönnum og lögmönnum og lögréttumönn- um á Alþingi.1 2) Á árinu 1480 er getið sýslumanna og lög- réttumanna á Alþingi.3) 1 dómi, sem gekk á Alþingi árið 1511 er skírskotað til þess, sem sýslumenn og lögréttu- menn samþykkja á Alþingi, sem lögum eiga að ráða.4) A Alþingi, gekk dómur árið 1579, sem meðal annars segir, að valdsmenn allir og sóknarmenn þeirra séu skyldir að koma til þings að viðlagðri þriggja marka sekt,5) sbr. Jb. J, 2. Af svari lögmanna á Alþingi árið 1637, við fyrirspurn um það, hvort sýslumenn væru skyldir að sækja lögþing- ið, má sjá, að svo hafi verið, sbr. orðin „— forsóma þing að sækja“.6) I konungsbréfi frá 1650, sem birt var á Al- þingi, segir m. a., að allir sýslumenn skuli, samkvæmt lögum og venju koma til þings á réttum tíma, nema lög- leg forföll banni. 7) Á Alþingi þetta sama ár befalaði of- urstinn, að allir sýslumenn skvldu koma til Alþingis per- sónulega, utan sérlegar nauðsynjar hindruðu og lagði við 1) í. F. II, 387. 2) í. F. II, 195. 3) í. F. VI, 283. 4) í. F. VIII, 356. 5) A. í. I, 384. 6) A. í. V, 510. 7) A. í. VI, 263. 16 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.