Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 37
inn fyrir sýslumanni. Með Alþingisdómi 1584 var manni
dæmdur tylftareiður, sem unninn skyldi fvrir sýslu-
manni.J) Annar Alþingisdómur frá 1587 fjallar einnig
um slíka eiðvinningu fyrir sýslumanni.1 2) Lögtekinn var
dómur sýslumanns á Alþingi 1595, þar sem m. a. er dæmd-
ur sjöttareiður fyrir valdsmanni.3) 1 dómi frá 1428 er
gert ráð fyrir eiði, sem vinna skuli fyrir sýslumanni.4)
1 dómi frá 1465 er mál látið velta á eiði fyrir lögmanni
eða sýslumanni.5 6) Samkvæmt dómi frá 1498 er mál látið
velta á sjöttareiði unnum fyrir sýslumanni.c) Mörg fleiri
dæmi mætti nefna, sem staðfesta það að slíkir aðildareið-
ar hafa verið unnir fyrir sýslumönnum.
Sýslumenn skyldu annast fullnustu refsidóma. 1 Jb. IV,m
segir, að sýslumaður skuli taka afbrotamann og færa
hann á þing, en bændur eru skyldir að dæma hann eftir
lögum á þingi, en sýslumaður að láfa refsa honum. I Jb.
IV,- er gert ráð fyrir, að sýslumaður fái mann lil að
refsa manni, eftir þingmannadómi. Ymsir dómar hafa
gengið, sem sýna, að sýslumenn önnuðust framkvæmd
refsingar, eða báru ábyrgð á framkvæmd hennar.
Samkvæmt Alþingisdómi 1593 átti að bandtaka hjón,
sem ráðstöfuðu börnum sínum ólöglega á hrepp, færa þau
sýslumanni undir refsing, sem voru átta vandarhögg út-
deild hvoru hjónanna.7) I öðrum Alþingisdómi frá 1594,
um gripdeild, er sýslumaður skyldaður með tilstyrk sinna
sveitarmanna að leggja á refsingu, sem var 12—24 keyris-
högg.8) 1 prestastefnusamþvkkt frá 1592, er gert ráð fyr-
1) Sjá A. í. II, 48.
2) A. í. II, 103.
3) A. f. III, 31.
4) í. F. IV, 356.
5) 1 F. V. 453.
6) í. F. VII, 391.
7) A. í. II, 392.
8) A. f. II, 434, 436.
Timarit lögfræðinga
31