Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 52
I öðru lagi af því að amerísk lögfræði hefur mjög orðið fyrir áhrifum af hinum húmanísku hreyfingum, svo sem siðaskiptunum og stjórnarbyltingunni í Frakklandi og þeini heimspekikenningum, er voru aflvaki þessara hreyf- inga. 1 þriðja lagi af því að ýmsir amerískir lögfræðingar, stjórnmálamenn og heimspekingar aðhylltust hina húm- anísku hreyfingu og lögðu sjálfir svo drjúgan skerf til þróunar hennar að starfsemi þeirx-a og rit höfðu áhrif á alhliða þróun og stefnu lögfræðinnar að nokkru leyti með eins konar úrvali. Aðalatriðið er að sjálfsögðu, að amerísk lögfræði hef- ur verið félagsfræðilegs eðlis lengur en margir lögfræð- ingar eru fúsir að viðurkenna. Þeir, sem hafa kynnt sér lagakerfi vort, hafa vitnað til dómasafna og hent á hin mörgu dæmi þess, að bókstafur laganna hefur orðið að vikja fyrir hreinni réttlætiskennd. Með öðrum orðum — harla fátt getur talizt raunveruleg nýjung i hugmynda- kerfi mannréttindalöggjafarinnar, eins og vér i Banda- rikjunum beitum því orði. Þetta á sér rætur í upphafi löggjafarsögu vorrar, og tiltekin mannréttindi, raunar lagaleg undirstaða allra mannréttinda, eru upptalin i þeim skjölum, sem eru undirstaða þessa alls ■—- Frelsisyfirlýs- ingunni og Stjórnarskránni. Þau skjöl eiga sér og rætur langt fram í tímanum til kenninga skólaspekinnar -— John Lockes, David Humes og Descartes, og. síðan áfram til Magna Charta. Erfitt væri að benda á ákveðnari stjórnarmið til að móta mannleg samskipti en þau, sem fólgin eru í þessum tveim skjölum. 1 Frelsisyfirlýsingunni segir afdráttarlaust að ríkisstjórn vor hafi verið stofnuð í þeim tilgangi að tryggja fólkinu réttinn — lögvarinn rétt, cf menn vilja orða það svo — til að lifa, til að njóta frelsis og til að leitast við að öðlasl persónulega hamingju. Og til efnda á þessu njótum vér enn augljósari lagaréttar, scm kemur fram í sfjórnar- 46 Tímarit lögfræðingu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.