Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 54
löggjöf sett. Margt má hér rekja til tíma borgarastyrjald-
arinnar á árunum 1861—’65, til lausnartilskipunar Lin-
colns forseta og til úrskurða hæstaréttar vors, er hann
fjallaði um löggjöf, sem fylgdi í kjölfar stríðsins. Lítum
á þetta sem snöggvast sem baksvið, svo og til að skýra
nokkra úrskurði dómstóla vorra, er hafa haft áhrif á
náttúrurétt um heim allan.
Eftir horgarastyrjöldina samþykkti þjóðþingið af til-
finningasemi er styrjöldin hafði skapað margvísleg lög,
sem lögðu auðmýkjandi viðurlög á Suðurríkin. Lög þessi
veittu svertingjum sem slíkum forréttindi og aðstöðu,
sem þeir voru ekki hæfir til að njóta. Lögin reyndusl
ósvikin „geðj)ótta“-löggjöf, án lagalegrar eða siðferðilegr-
ar undirstöðu, ógerningur var að heita þeim og þau vöktu
mikla gremju um öll Suðurríkin. Reyndin varð sú að þau
voru virt að vettugi og Suðurríkjamenn tóku málin i
sínar hendur hægt og hljóðalaust.
Árangurinn varð hörmulegur fyrir svertingja, þeir voru
sviftir kosningarétti og kjörgengi, svo og rétti til opin-
berra emhætta og setu í kviðdómum. Með því að leitast
við að refsa hinum hvítu íbúum 'Suðurríkjanna fyrir sök
á borgarastyrjöldinni, tókst Norðurríkjunum einungis að
vekja svo mikla almenna gremju, að svertingjar urðu
])eir, sem raunverulega urðu að þola þjáningar. Óum-
flýjanlegur árangur þessa varð sá, að megn tortryggni
vaknaði milli kynþátta í Suðurríkjunum.
Þetta ástand hélzt í Suðurríkjunum fram til síðustu
aldamóta. Lítið var gert til að létta og bæta hlutskipti
svertingja þar, einkum af því að hinir hvitu Suðurríkja-
búar voru önnum kafnir við tilraunir til að rétta úr kútn-
um eftir lamandi áhrif borgarastyrjaldarinnar og endur-
reisn efnahagskerfis er hafði verið nær þvi lagt í rústir
með innrásinni i þann hluta landsins.
Um síðustu aldamót fóru þó ýmsir fræðslufrömuðir
og hagfræðingar í Suðurríkjunum að gera alvarlegar til-
raunir til að hæta hlutskipti svertingja. Miklu var raun-
48
Tímarit lögfræðinga