Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 65
ar. H kvatti ö til að gera kauptilboð, en ekki gerði ö það. H hafði skýrt ö frá því, að I væri eigandi íbúðanna. Einnig skýrði hann I frú ö. Er nokkur timi leið án þess að nokkur íbúð hefði selzt, ákvað I að reyna sjálfur að selja þær. Kvaðst hann hafa tilkynnt fasteignasölunum það og einnig H. Auglýsti hann siðan ibúðirnar. Eftir að ö hafði skoðað íbúðirnar fyrir tilstuðlan H sá hann ibúð- irnar auglýstar á ný. Fór hann og skoðaði ibúðirnar aftur. Átti hann þá viðræður við son I og síðar I sjálfan og leiddu þær viðræður til þess, að ö festi kaup á einni íbúðinni og var söluverð ákveðið kr. 235.000.00. Skýrði hann I frá því, að hann hefði áður skoðað íbúðina á veg- um H. H höfðaði síðan mál á hendur I til heimtu sölu- launa. Talið var, að I hefði veitt H umboð til að afla kaupenda að íbúðunum og selja þær og ósannað, að I hefði svipt hann því umboði. H gekk ekki endanlega frá sölunni, voru honum því ekki dæmd sölulaun. Hins vegar var talið, að H hefði átt slíkan þátt í að koma á sam- bandi I og ö, sem síðar leiddi til kaupa ö á ibúðinni, að hann ætti rétt á þóknun úr hendi I, sem ákveðið var kr. 2.350.00. Dómur Bþ. R. 24. október 1962. Fyming. A höfðaði mál gegn B og krafðist greiðslu á fjárhæð, er hann kvað nema andvirði nýrrar hrærivélar af ákveð- inni gerð. Kvað hann málavexti vera þá, að hann hafi fyrir jólin 1948 afhent stefnda nýja hrærivél ásamt fylgi- hlutum. Kveðst stefnandi. hafa verið nýbúinn að fá vél- ina til notkunar á heimili sínu, en með því að stefnda hafi mikið legið á að fá sams konar vél og þær ekki ver- ið fáanlegar í bænum um það leyti, hafi hann fallist á að láta stefnda fá vélina, gegn því að hann skilaði sér ann- arri vél sams konar við fyrsta tækifæri. Þetta loforð sitt hafi stefndi ekki staðið við. Kröfu sína byggir stefnandi á því, að stefnda sé skylt að greiða honum andvirði nýrr- Tímarit lögfræðinga 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.