Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Side 66
ar vélar og samkvæmt upplýsingum innfh'tjanda sé stefnufjárhæðin jafnhá heildsöluverði slílcra véla. Stefndi mótmælti öllum kröfum stefnanda sem fyrnd- um og skírskotaði til 1. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Hins vegar neitaði hann ekki að afhending vélarinnar ásamt fylgihlutum hafi átt sér stað eins og stefnandi hélt fram. Dómurinn leit svo á, að hér hefði verið um lán til eignar að ræða og um kröfu stefnanda á hendur stefnda gilti 10 ára fyrningarfrestur sbr. 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905. Var því fallizt á kröfur stefnanda A og B dæmd- til að greiða hina umstefndu fjárhæð ásamt vöxtum og kostnaði. Dómur Bþ. B. 28. september 1957. Skaðabætur vegna vanefnda á samningi. 1 máli, sem J og V höfðuðu gegn þeim Á og S til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 40.000.00 ásamt vöxtum og kostnaði voru málavextir þeir, að stefndu gerðu kaupsamning við stefnanda V um hús nokkurt hér í borg. Gerðu aðilar með sér samning um það, að stefn- endur áttu að greiða strax kr. 50 þús. og 150 þús. í þrem afborgunum í fyrsta sinn 15. des. 1955 og í siðasta sinn i maí 1956. 1 þeim mánuði skvldu stefnendur gefa úl skuldabréf og fá afsal. Stefndu greiddu aðeins kr. 27 þús. þann 15. des. 1955 og mismuninn kr. 23 þús. ekki fyrr en 25. jan. 1956, en þá höfðu stefndu höfðað mál á hend- ur stefnendum til greiðslu á öllum eftirstöðvum kaup- verðsins. Með makaskiptasamningi dags. 29. maí 1956 lofuðu stefnendur að selja Á nokkrum umrædda eign og skuld- hundu stefnendur sig til að láta Á þessum afsal í té fyrir 1. júlí 1956 en greiða ella kr 40 þús. í skaðabætur. 1 hréfi dags. 11. júní 1956 tjáðu stefnendur stefndu, að þeir vildu greiða það sem eftir stóð af kaupverðinu kr. 137.345.86 og setja bankatryggingu kr. 10 þús. fyrir máls- kostnaði. Drepið var á það í þessu hréfi, að á stefnend- 60 Tímaril lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.