Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 67
ur niyndu falla 40 þús. kr. bætur, cf þeir fengju ekki afsal fyrir eigninni. Gagnaöflun í fyrra málinu var lok- ið 17. apríl 1956, en var endurupptekið 14. júni til sátta- umleitana. Buðu stefnendur fram 137.345.86, kr. 20 þús. i málskostnað og vexti eins og krafizt var í stefnu. Til- boðið var bundið því skilyrði, að málið gengi áfram til dóms og að endurgreitt vrði það, sem oftekið kynni að reynast. Stefndu höfnuðu tilboði ])essu, nema dómkröf- urnar yrðu skilyrðislaust greiddar. Þann 12. júlí greiddu stefnendur síðan áðurnefndar kr. 40 þús. til nefnds Á. Dómur í fyrra málinu gekk 27. nóv. 1956 og voru stefn- endur dæmdir til að greiða kr. 137.345.86 vexti og kr. 16.500.00 í málskostnað, allt gegn útgáfu afsals. Dóm- arinn leit svo á, að ljóst hefði verið, að stefndu hefði verið samkvæmt nýnefndum dómi rétt að höfða hið fyrra mál og krefjast alls kaupverðsins. Stefnendum hefði ált að vera það fullkunnugt, löngu áður en nefndur maka- skiptasamningur var gerður, að þeir gætu ekki fengið afsal fyrir eigninni fyrr en dómur væri genginn í fyrra málinu, nema gegn greiðslu dómskröfunnar. Hið skilorðsbundna sáttatilboð hafi ekki skapað neinn rétt á hendur stefndu, sem hafi ekki á neinn hátt verið bundnir við samninga stefnenda við 3. mann. Auk þessa hættist það við að í makaskiptasamningnum sjálfum voru ákvæði um útgáfu afsals á tilteknum degi og að ekki hafði verið kannað hvort heita hefði mátt 35. gr. 1. nr. 7/1936 um bæturnar til Á. Voru stefndu því sýknaðir. Dómur Bþ. R. 19. maí 1958. Framh. í næsta hefti. TimariL lögfrœðinga 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.