Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 5
EMIL ÁGÚSTSSON t Emil Ágústsson, borgardómari, andaðist á Landspitalanum 5. október 1983 eftir alllang- varandi vanheilsu. Hann var fæddur í Reykjavík 11. september 1926. Foreldrar hans voru Ágúst Ólafsson, verk- stjóri, frá Hamri í Borgarhreppi á Mýrum og kona hans Jónína Bjarnadóttir frá Minnibæ í Grímsnesi. Emil ólst upp hjá foreldrum sínum við mikið ástríki. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands vorið 1947 og kandidats- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1953. Emil hóf störf í dómsmálaráðuneytinu 1. júní 1953 og vann þar nær samfellt til 1. febrúar 1955, er hann varð fulltrúi borgardómarans í Reykjavík. Hann var svo skipaður borgardóm- ari 13. febrúar 1962. Því starfi gegndi hann síðan til 1. júlí 1983, er hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Á árunum 1960 og 1961 stundaði Emil framhaldsnám í tryggingarétti í Vestur-Þýskalandi. Hlaut hann námsstyrk frá Alexander Humbolts stofnun- inni þar í landi. Hafði hann mikla ánægju af námsdvöl þessari, en hann var tungumálamaður og naut þess m. a. að auka við þekkingu sína á þýskri tungu. Emil var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Vilhelmsdóttir Steinsen, bankafulltrúa, og Kristínar Sigurgeirsdóttur. Þau gengu í hjónaband í sept- ember 1952, en sambúð þeirra var eigi löng, því að Guðrún lést 27. apríl 1953 af sjúkdómi, sem læknar gátu eigi ráðið bót á. Síðari kona Emils var Lillian Simson, dóttir Martinus Simson, Ijósmyndara á ísafirði, og konu hans Gerdu Simson. Emil og Lillian slitu samvistum 1981. Dætur þeirra eru: Guðrún Dröfn, fædd 14. júlí 1967 og Ragna Björk, fædd 18. maí 1969. Emil var mikið prúðmenni. Hann var einstaklega þægilegur í allri um- gengni en auk þess var hann hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hjálpsemi hans og greiðvikni var viðbrugðið. Dómarastarfið lá mjög vel fyrir Emil, og átti hann gott með að greina kjarnann frá hisminu í hverju máli. Þá var hann þekktur fyrir að skrifa stutta og glögga dóma. En segja má, að það sé aðalsmerki góðs dómara að meitla dóm sinn í stuttan og skilmerkilegan texta. Samstarfsmenn þakka Emil samfylgdina. Með honum er genginn góður drengur. Bjarni Kristinn Bjarnason 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.