Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 44
1974, sem til er vitnað í ákæruskjali". Var beitt 173. gr. a hgl. um þau. I dóminum segir, að hér hafi verið um innflutning allmikils magns af hassefnum að ræða og dreifingu gegn háu fégjaldi. Þeir sammæltust um brotin, sem tóku yfir alllangt tímabil. Annar þeirra var talinn frumkvöðull að brotum, er þeir frömdu í sameiningu, og var refsing mismunandi, sbr. yfirlit hér síðar. Fimmti dómurinn er prentaður í hrd. LIII (1982) :1718. Þar var maður saksóttur fyrir sjö verknaðaratriði og fimm þeirra voru talin varða við 173. gr. a hgl., en tvö við lög 65/1974 ein. I hrd. var talið, að virða ætti brotastarfsemina sem áframhaldandi brot, og var 173. gr. a beitt um hana í heild sinni, „enda þykir ákæruskjal ekki geta bundið hendur dómstóla að því er varðar færslu brots til 173. gr. a almennra hegningarlaga, sbr. lög 64/1974, sem er ekki refsiákvæði með sérstakri brotalýsingu, heldur geymir hún þyngd refsiviðurlög við brotum á lögum nr. 65/1974“. Enn fremur segir svo: „Brot ákærða eru stórfelld og lýsa einbeittum brotavilja. Er hér bæði um innflutn- ing mikils magns af hassi og marihuana að ræða og í mörg skipti og umfarigsmikla dreifingu gegn háu fégjaldi. Sammæltist ákærði við ýmsa menn um framningu brotanna, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga". I þessum dómi kemur skýrt fram það mikilvæga for- dæmi, að dómstólar eru ekki bundnir af heimfærslu brota í ákæru- skjali til refsiákvæða, þegar val er á milli 173. gr. a hgl. og laga 65/ 1974. Vitaskuld þó með þeim fyrirvara að verknaðarlýsing ákæru- skjals svari til efnis fyrra ákvæðisins. Sjötti og sjöundi dómur gengu 23/11 og 29/11 1983. Var 173. gr. a beitt fullum fetum um brotastarfsemi dómfelldu, en þau þóttu fela í sér samfellda brotahrinu. VII. 3. Við meðferð fíkniefnamála hefir reynt á ýmis vandamál, þ. á m. ýmiskonar rannsóknarvanda, sem eigi er unnt að víkja hér nánar að. Bornar voru brigður á, að lög 77/1970 væru gild refsiheim- ild, þegar til þess væri litið, að lögin framseldu stjórnvöldum í ríkum mæli vald til að ákveða, hvaða efni lytu lögunum. Um þá sakarvörn segir svo í hrd. LXV :219 og 1018: „Tekið er fram, að refsiákvæði laga nr. 77/1970 eru sett með stjórnskipulegum gildum hætti og verður ekki hrundið sem gildum refsiheimildum." Sbr. að sínu leyti í allt annars konar máli ummæli í hrd. XXX:604 (Pretiousmáli). Sjá og um al- þjóðasamninga og lög 65/1974 hrd. LIII:928. Enn fremur hefir reynt á mat á því, hvernig fari um brot, framin erlendis og lögsögu íslenskra dómstóla um þau, svo og hvernig eigi að beita 5. gr. hgl. í því sam- 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.