Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 50
gr. og skv. 218. gr. sbr. hrd. 29/9 1983. Um heimfærslu brots í ákæru- skjali má vekja athygli á hrd. LIII(1982) :1718, svo og aths. í LIII: 363, 366. Ætlandi er, að í megindráttum verði skilin milli 217. gr. og 218. gr. mörkuð með sama hætti og nú er, en þó ber að hafa í huga, að taka á tillit til aðferðar, sem notuð er við líkamsárás og svo þess, að mannsbani hljótist af atlögu. Þessi mörk milli 1. og 2. mgr. 218. gr. verða væntanlega ákveðin innan tiltölulega skamms tíma með dóm- venjum (218. gr. 2. mgr. og m. a. 194. gr., sbr. 20. gr. var beitt í hrd. 29/9 1983, stórfellt heilsutjón, refsing: 10 ára fangelsi). Rétt er að benda á, að þótt saksótt hafi verið fyrir brot á 211. gr. alm. hgl., er unnt að refsa skv. 218. gr. og 215. gr. hgl., sbr. hrd. LI (1980) :89, (128) og 883, ef slíkt rúmast innan verknaðarlýsingar ákæru, sbr. og hrd. XLIV(1973) :912 (916). VIII. 4. Ákvæði 218. gr. a alm. hgl., sbr. 12. gr. laga 20/1981. I þessari grein eru lagaákvæði um þrjú tilvik, sem varða líkams- meiðingu 1. um ítrekun brota (1. mgr.), 2. um samþykki til líkams- árása og gildi þess (2. mgr.) og 3. um heimild til að lækka refsingu eða láta hana falla niður, einkum ef sá, sem misgert er við, á upp- tök að átökum með árás, ertingu eða líku (3. mgr.). Þetta eru allt nýmæli að því er varðar lögskráðar réttarreglur, en þess er að geta, að 2. og 3. mgr. er að verulegu leyti lögfestirig á reglum, sem talið er að gilt hafi í ísl. refsirétti, sbr. urn samþykki Þætti úr refsirétti, I, 24 og um ertingu o. fl. t. d. hrd. XXXVIII(1977) :537, XLII(1971) : 33 og XLVII(1976) :4 (4. tl. 1. mgr. 74. gr. og 75. gr. hgl.) Eðlilegra þótti þó að lögskrá reglur þessar, sem sérstaklega eru lagaðar að líkmsárásum. VIII. 4. A. Um ítrekun. 1 alm. hgl. 19/1940 voru ekki sérstakar ítrekunarreglur í tengslum við líkamsárásir, andstætt því sem er víða um lönd. Reynslan bæði hér á landi og erlendis leiðir í ljós, að einstökum mönnum er hætt við að fremja líkamsárásir, sbr. t. d. sakarefni í hrd. L(1979) :453. Þessi brot eru meinleg og er full þörf á sérhæfðum ítrekunarreglum um þau, þ. e. meðan haldið er í slíkar reglur í hgl., sem út af fyrir sig er álitamál, hvort réttmætt sé. Eru margir þeirrar skoðunar, að yfir- leitt sé tekið of vægt á líkamsárásarbrotum hér á landi, miðað við þá mikilvægu hagsmuni, sem brot beinist að, og er þá einkum hafð- ur í huga samanburður við refsiákvarðanir í auðgunarbrotum. Mun 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.