Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 23
IV. 4. Allmargar breytingar á alm. hgl. eiga rót að rekja til verð- bólgu og sveiflna í peningagildi. Þriðju breytingalögin, lög 101/1950, eiga upptök sín í því, en með þeim var breytt fjármörkum 2. mgr. 256. gr. alm. hgl., sbr. síðar breytingalög 69/1964. Þarf nú nauðsynlega að breyta því ákvæði, og er ætlandi að það verði þáttur í allsherjarendur- skoðun á refsiviðurlögum skv. XXVI. kafla laganna. Annað dæmi hins sama eru ákvæði laga um breytingu á sektarmörkum. Með lögum 14/ 1948 var raunar að því stefnt að samræma sektamörk verðlagsþróun með almennu lagaákvæði, sbr. greinargerð með frv. til laganna, Alþtíð. 1948, bls. 632. Þessi lög hafa þó gegnt tiltölulega litlu hlutverki, og er reyndar ekki ótvírætt, hvernig túlka eigi þau, þ. e. hvert gildissvið þau hafi, sbr. um þetta efni athugasemdir í greinargerð með 5. gr. laga 101/1976 (til laga 14/1948 hefir stundum verið vitnað í dómum, sbr. tilvitnanir í lagasöfnum, en þó naumast síðustu árin). Sektamörkum 50. gr. alm. hgl. var breytt með lögum 101/1976 í 5 millj. kr., með lögum 34/1980 í 30 millj. kr. og loks með lögum 75/1982 í 1 millj. nýkr., þ. e. 100 millj. gkr. Hegningarlaganefnd hafði hug á að mynda sér- staka sektavísitölu, en hagfræðilegir ráðunautar nefndarinnar hafa eigi talið heiglum hent að móta slíkan vísitölugrundvöll, þótt sennilega sé það hægt. Með breytingum á sektamörkum í sérrefsilögum í það horf, að sérstakra fjármarka sé ekki getið, verður það fylliléga viðráðanlegt að laga sektamörk að verðlagsþróun, svo sem áður er greint. IV. 5 Stundum hefir breyting verið nánast kerfislegs eðlis. Dæmi þess er 179. gr. um dýravernd, sem afnumin var með dýraverndarlög- um 21/1957 og skipað í þau lög. Hér var ekki út af fyrir sig um annað að ræða en þá spurningu, hvar í lögum slíkt ákvæði ætti best heima. Svipað er að ségja um 265. gr. alm. hgl., sem afnumin var með erfða- lögum 8/1962 og skipað í þau lög. Ákvæðið varðaði sviptingu erfða- réttar, sbr. erfðalög 8/1962, IV. kafla. IV. 6. I tengslum við 5. lið, er þess getandi, að borið hefir við, að í sérlög séu sett refsiákvæði, sem grípa inn í umtak tiltekins ákvæðis í alm. hgl. Með lögum 35/1977 var sett ákvæði, er mælir fyrir um refsingu við ýmsum nánar tilteknum tékkabrotum. 1 1. gr. laga 35/ 1977 ségir, að refsa skuli skv. henni vegna þess atferlis sem þar grein- ir, „nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum hegningarlög- um“. Hlaut þá að reyna á það, hvernig tengslum greinarinnar væri háttað við 248. og 261. gr. alm. hgl. Um þetta var ekki fræðslu að fá í athugasemdum í greinargerð fyrir frv. til laga þessa, en það var flutt á 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.