Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 26
í þessu efni hér á landi, einkum þannig að töf hafi orðið á laga- aðgerðum. IV. 10. Ákvæðin í 233. gr. a alm. hgl., sem lögfest voru með lögum 96/1971, eru dæmi þess, að lögmæling ákvæðis eigi rót að rekja til fjölþjóðlegs samnings. Eru þar lýstar refsiverðar nánar greindar at- lögur að mönnum vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynferðis eða trúarbragða (diskriminering, mismunun). Ákvæðið er einkum reist á samningi Sameinuðu þjóðanna frá 21. desember 1965 (7. mars 1968) um afnám hverskyns mismununar vegna litarháttar o. fl. Samningur- inn var fullgiltur af íslands hálfu 1967, sbr. C-deild Stj.tíð. 1968, bls. 154. IV. 11. Ákvæði 233. gr. a, 165. gr. 2. mgr. og 120. gr. a eru and- svör við óhugnanlegum fyrirbrigðum víða um heim, og bergmál af slíku má einnig heyra í ákvæðum 4.—7. töluliða 6. gr., þótt á slíkt hafi góðu heilli lítt reynt enn sem komið er hér á landi. Ákvæðið í 173. gr. a hgl., sem lögfest var með lögum 64/1974 um þyngdar refsingar vegna meðferðar ávana- og fíkniefna, stafar einnig af viðsjárverðri þróun erlendis, fyrirbrigði, sem þaðan hefir borist hingað í hörmulega rík- um mæli. Við setningu þeirra ákvæða, sem greind eru í þessum tölu- lið, hefir notið við náinnar samvinnu við hin Norðurlöndin, sem lög- mælt hafa svipuð ákvæði. IV. 12. Áhrifa frá hinum Norðurlöndunum hefir gætt allmjög, endranær, eins og drepið hefir verið á. Einkum koma þar til áhrif frá norrænu hegningarlaganefndinni, sem starfað hefir allt frá 1960 að samræmingu norrænna hegningarlaga. Nefndin hefir látið frá sér fara allmargar álitsgerðir,1) sem reynst hafa áhrifaríkar urn að móta svip- uð ákvæði hvarvetna á Norðurlöndum um veigamikil atriði í refsilög- gjöf. Hefir m. a. verið mikið tillit tekið til álitsgerða nefndarinnar hér á landi. Hér má t. d. nefna endurskoðun ákvæða um skilorðsdóma og skilorðsbundna niðurfellingu saksóknar, sbr. lög 22/1955, 101/1976 o. fl. og ákvæðin um réttindasviptingu, sbr. 68. gr. og 68. gr. a, sbr. lög 31/ 1961. Ennfremur ákvæðin um reynslulausn, sbr. lög 16/1976, og sum- 1) Hér má nefna álitsgerðir um eignaupptöku (1963), fymingu sakar (1966), reynslulausn (1969 og 1978), frádrátt frá refsivist vegna gæsluvarðhaldsvistar o. fl. (1971), sektarrefsingu (1974), og um ýmis úrræði, er tengjast refsivist eða komið geta í hennar stað (1980). Þá má einnig minna á athuganir í sambandi við sakaskrár (1966). Væntanleg er álitsgerð varðandi refsiákvarðanir. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.