Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 17
ur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður hefir tekið sæti Jónatans
Þórmundssonar er óskaði lausnar frá nefndarstörfum.
Endurskoðun alm. hgl. hefir verið hagað svo, að hegningarlaganefnd
hefir tekið til meðferðar einstök ákvæði og kafla laganna. Að svo
stöddu hefir ekki verið framkvæmd allsherjarendurskoðun, þótt vita-
skuld hafi lögin í heild sinni ávallt verið höfð í sjónmáli í þessu starfi.
Hegningarlaganefnd er fastanefnd, sem hefir það verkefni að fylgjast
með reynslu hér innanlands í dómstörfum í opinberum málum og í
rannsóknar- og ákærustarfi svo og með þróun í grannlöndum, og enn
að hyggja að fræðiviðhorfum í refsirétti og meta þörf á breytingum
á þeim heildargrundvelli. Formaður nefndarinnar hefir lengi verið full-
trúi Islands í norrænu hegningarlaganefndinni, og fást með þeim hætti
tengsl við hinar norrænu hegningarlaganefndirnar. Er það samstarf
til mikilla nytja.
m.
YFIRLIT YFIR BREYTINGAR.
Breytingar á alm. hgl. hér á landi og í grannlöndunum síðustu árin
lúta að margvíslegum efnum. Þær varða m. a. (1.) afnám refsiákvæða
(afkriminalisering) og (2).) upptöku nýrra refsiákvæða frá rótum (ny-
kriminalisering). Þá fela þær í sér (3.) breytt viðurlög við brotum, bæði
þannig að dregið er úr viðurlögunum (nedpenalisering) eða þau eru
aukin og þyngd (oppenalisering). Eru ýmis tilbrigði hugsanleg í því
efni. Einnig er til, að háttsemi, sem verið hefir ólögmæt, en ekki refsi-
verð, sé lýst refsiverð, sbr. t. d. ef sú breyting yrði gerð á ákvæðum
umferðarlaga, varðandi öryggisbelti í bílum, sbr. lög 55/1981, að lög-
mælt yrði refsing við að vanrækja að spenna beltin, sbr. raunar þró-
unina í Noregi. Andstæð þróun gæti einnig átt sér stað, þ. e. að hátt-
semi verði lýst refsilaus, en væri ólögmæt allt að einu.
III. 1. Ekki orkar tvímælis, að mikil refsibólga er í löggjöf. Oft er
háttsemi m. a. lýst refsiverð án þess að málið hafi verið grandskoðað.
„Lov over lov seg bygger“, eins og skáldið segir. Refsisprotinn er vissu-
lega verkfæri, sem vandhaldið er á, og skyldi ekki beita að ófyrirsynju.
I grannlöndunum hefir verið gert meir af því en hér á landi að afnema
refsiákvæði eða draga úr þeim. Má t. d. minna á afnám refsinga við
ölvun á almannafæri, þegar ekki er samfara broti röskun á öðrum
hagsmunum en þeim, sem ákvæðið lýtur beinlínis að, sbr. og ákvæði
um klám, ýmis skírlífisbrot, þ. á m. samfarir milli persóna af sama
135