Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 36
LII:1175, LIII:1247 (samþættur dómur) eða refsing er dæmd óskil- orðsbundin, sbr. t. d. hrd. XLIV:912 (917), XLIX:225 (245), 325 (342), LII:89 (130), LII:108 (111), 16/11 1983. Um skilorðsrof skv. erlendum dómi sjá hrd. XLIV:912. V. 9. Atriði, er hafa áhrif á mat á skilorðsbindingu. I alm. hgl. greinir einkum í VIII. kafla ýmis sjónarmið um það, hvaða atriði hafi áhrif við ákvörðun refsingar. Eiga þau atriði að sínu leyti við um „hið mikla val“ og örlagaríka milli skilorðsbundinnar refsingar og óskilorðsbundinnar. Hins vegar eru ekki greindar sérhæfðar regl- ur, er varða val þetta, og ekki eru í hgl. reglur um það, hvað ráði vali á tegund skilorðsrefsingar, ef því er að skipta. Beiting skilorðsrefs- ingar er nú frjáls, andstætt því sem áður var, sbr. 1. mgr. 56. gr. hgl. 19/1940. Er ljóst, að hér er dómurum oft mikill vandi á höndum. Al- mennu atriðin í VIII. kafla hgl. koma hér vissulega til skoðunar, en þau eru ekki tæmandi. Ýmist er, að í dómum séu sérgreind þau atriði, sem einkum valda því, að horfið sé að því ráði að skilorðsbinda dóm eða aðeins sé sagt, og er það miklu tíðara, að eftir atvikum þyki rétt að dæma skilorðsdóm. I ísl. dómaskrám III, bls. 111—112 eru tíunduð ýmis rök, sem greind hafa verið í dómum því til framdráttar að skil- orðsbinda refsingu. Hliðstætt yfirlit fer hér á eftir um dóma fram til 1983. V. 10. Yfirlit yfir nokkur almenn atriði, sem áhrif hafa í skilorðs- dómum og sérstaklega eru greind þar. 1. Aldur sakbornings: 16 ár, hrd. XLVI:594; 16, 17 og 18 ár (brotaferill), XLIV:310, XLVIL692; 17 ár, XLVL45; 18 ár, L:287; 19 ár XLVIII: 1143, LIIL1206; 19—20 ár, XLVIL436; 21 ár, XLVIL4. Ath. hér hrd. 1/12 1983 (dómfelldi var sextugur er hrd. gekk). 2. Hagir sakbornings: a. Heimilishagir, atvinnuhagir o. fl. I hrd. XLVIIL287 er bent á, að ákærði búi með konu sinni og tveimur kornungum börnum, „er hann sagður stunda vinnu sína vel“. Sbr. og hrd. XLIV :310. b. Heilsuhagir. Sagt, að ákærði sé til lækninga vegna drykkju- sýki, hrd. XXXVII :83. c. Hagir ákærða að öðru leyti: Við nám o. fl. hrd. L:287, LIIL96. 3. Hreinskilnisleg játning o. fl.: Ákærði gekkst greiðlega við broti, hrd. XXXVII :83, LIL775, 780, 1/12 1983. Ákærði kom sjálfur til lögreglu og skýrði frá broti, hrd. LIIL1206. 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.