Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 57
ræma ákvæðin í 1. mgr. 42. gr., sbr. lög 16/1976, 3. gr. um rof reynslutíma við ákvæði 82. gr. 4. mgr., sbr. lög 20/1981 6. gr., sbr. um þetta hrd. 16/9 og 16/11 1983. IX. D. Um fésektir eru það einkum reglur um vararefsingu, sem til greina kemur að hyggja að, sbr. hér að framan. IX. E. Ákvæðin um eignaupptöku í 69. gr. hgl. þarf að athuga um nokkur afmörkuð atriði. Sl. sumar framkvæmdi ég könnun á ákvæð- um sérrefsilaga um eignaupptöku. Reyndust þau rösklega 40 talsins. Er sýnilegt að samræma þarf þau ákvæðum hgl. og þá væntanlega að höfuðstefnu til með því að vitnað verði til frambúðar til 69. gr. í sérrefsilögum og látið þar við sitja, sbr. stefnumið við endurskoð- un á sektarviðurlögum, sem greint er frá hér að framan. IX. F. Um skírlífisbrotin má benda á, að t. d. nauðgun er við það bundin, að konu sé þröngvað til samræðis, en hér ætti refsivernd einnig að ná til karlmanns, þegar svo stendur á, sbr. og 195.—199. gr. Má breyta því með því einu að setja orðið maður í stað kvenmaður eða fall, sem við á, af því orði. Benda má einnig á, að bæta mætti við 205. gr. því tilviki, að aðiljar taki upp óvígða sambúð. IX. G. Ákvæðin um fóstureyðingu í 216. gr. alm. hgl. þurfa at- hugunar við m. a. í ljósi nýrra laga um það efni (lög 25/1975) og svo viðhorfa, sem nú eru uppi um þau brot. Er þar einkum að hyggja að hlut móðurinnar sjálfrar, en það efni greinarinnar hefir tekið stakkaskiptum í grannlöndum okkar á síðustu árum, þ. e. ákvæði, er svarar til 1. mgr. 216. gr. hefir verið fellt úr gildi. IX. H. Ákvæði XXV. kafla hgl. þurfa endurskoðunar. Ber m. a. að hafa það hugfast, að með aukinni tækni er hægara að njósna um gerðir manna og hagi og hnýsast í gögn þeirra en var áður fyrr (ljós- myndatækni, kvikmyndatækni, hlerunartækni, tölvutækni o. fl.). Hef- ir aukin vernd einkalífs verið ofarlega á baugi síðustu árin og leitt til breyttrar löggjafar víða um lönd. Er tímabært að hyggja að þeim ákvæðum nú, og þá einnig að kanna nokkur ákvæði hgl. um æru- meiðingar. IX. I. Um auðgunarbrotin skv. XXVI. kafla má auk þarfar á end- urskoðun viðurlaga benda á, að sumsstaðar á Norðurlöndum hefir ráðstöfun á mun, sem menn hafa keypt með eignarréttarfyrirvara (af- borgunarkaup), verið numin úr refsisviði fjárdráttar (247. gr. ísl. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.