Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 19
lögum 82/1969, sbr. lög 52/1978. Er það vissulega ríkt og mikilvægt viðhorf í refsirétti nú á tímum að forðast beri refsivist í lengstu lög og beita úrræðum utan refsistofnana þ. á m. skilorðsbundinni niður- fellingu saksóknar og skilorðsdómum og skilorðseftirliti og svo fé- sektum. Þessi viðhorf móta mjög íslensk lög og lagaframkvæmd. Hér á landi má benda á breytingarnar á VI. kafla alm. hgl. um skilorðs- bundna niðurfellingu saksóknar og skilorðsdóma, fyrst með lögum 22/ 1955, þ. á m. með lögfestingu nýrrar gerðar af skilorðsdómi, þ. e. skilorðsbundinni frestun refsiákvörðunar og svo með lögum 101/1976, 9. gr. er lögfestu það úrræði að skilorðsbinda dóm að nokkru, en dæma jafnframt óskilorðsbundna refsingu, sbr. 57. gr. a alm. hgl. (samþættur dómur). Sbr. V hér síðar. III. 4. I framhaldi af þessu má benda á breytinguna á 49. gr. hgl. með lögum 101/1976, 4. gr. sem rýmkar um heimild dómstóla til að beita fésekt auk refsivistar (skilorðsbundinnar og óskilorðsbundinn- ar). Mismunandi sakfræðirök búa hér að baki, en meðal þeirra eru þau, að dregið verði úr þyngd refsivistar, ef jafnframt er beitt fésekt. Hitt er einnig ljóst, að í málum eins og fíkniefnamálum er fésekt dæmd einkum til þess að bera niður á hagnaði, sem maður hefir haft af broti, Sektin er þó með vissu refsing, en ekki eignarupptaka. Um beitingu 2. mgr. 49. gr. hgl. og önnur tilvik þar sem dæmd er refsivist og fjársekt, sjá ísl. dómaskrár III, bls. 99—100 og t. d. hrd. XXV (1954) :269, XXXIII (1962) :291, XXXIV (1963) :592, XXXVI (1965) :907, XL (1969) :1312, XLI (1970) :834 (skattalagabrot o. fl.), XLIV (1973): 690 (áfengislagabrot o. fl.), XLIX (1978) :34 (fiskveiðibrot) og um ávana- og fíkniefnabrot XLIII (1972) :345, 851, XLV (1974) :219, 1018, LI (1980) :89, sbr. og dóma á árinu 1982 í þessum málum, alls 17 talsins, þar sem langoftast hefir verið beitt fésekt auk refsivistar. Er ekki sýnilégt, að fyrir hafi komið í sögu Hæstaréttar, að svo mörg opinber mál út af samkynja brotum hafi verið til úrlausnar á einu ári. Á árinu 1983 hafa verið dæmd alls 14 þesskonar mál. I hrd. 29/11 1983 er 49. og 50. gr. beitt, þar sem dæmd var refsing skv. 173. gr. a alm. hegningarlaga, sbr. lög 64/1974, en héraðsdómari beitti sektamörkum laga 65/1974. III. 5 Þróun síðustu ára hefir m. a. borið í skauti sínu breytingar eða afnám á lágmarksrefsingu í ýmsum greinum, og yfirleitt hefir stefnan verið sú að draga úr viðurlögum við brotum. Hér er þessi þró- un eigi jafn langt komin sem á hinum Norðurlöndunum flestum. I 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.