Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 64
innan íslenskrar lögsögu og 32.750 km2 innan norskrar lögsögu. I samkomulaginu er að finna ítarlegar reglur um hina sameiginlegu nýtingu svæðis þessa. 1 3. gr. segir, að á fyrsta stigi rannsókna, sem ætlaðar eru til kerfis- bundinna jarðfræðikannana á svæði þessu, skuli aðilar annast sam- eiginlega jarðsveiflumælingar og segulrannsóknir. Norska olíustofn- unin muni sjá um framkvæmd þessara rannsókna á grundvelli áætlana, sem samdar verði sameiginléga af sérfræðingum beggja aðila. Allur kostnaður af þessum rannsóknum verði greiddur af norsku olíustofn- uninni eða norska ríkinu, nema um annað verði sérstaklega samið. Norskir og íslenskir sérfræðingar hafi jafna möguleika á þátttöku í rannsóknum og í mati á upplýsingum þeim, sem fram koma. Upplýs- ingar allar skal leggja fyrir stjórnvöld landanna og með þær farið sem trúnaðarmál. Verði af sölu jarðsveiflu- eða segulupplýsinga til einkafyrirtækja, skal skipta hreinum hágnaði af því milli aðila sam- kvæmt sérstökum samningi. Þá segir í 4. gr., að sýni jarðsveiflumæl- ingar og segulrannsóknir að æskilegt sé að framkvæma nákvæmar at- huganir á ákveðnum hlutum svæðisins þ. á m. hefja tilraunaboranir, skuli hugsanleg einkaleyfi til rannsókna og vinnslu á slíkum sérsvæð- um veitt á grundvelli samnings um sameiginlegt verkefni nema aðilar komi sér saman um annað, og semja megi um, að olíufélög ríkisrekin eða ekki, eigi aðild að slíkum samningum. Samkv. 5. gr. skal ísland eiga rétt til 25% þátttöku í olíustarfsemi í tilraunaskyni á því svæði, sem liggur norðan markalínu efnahagslögsögu landanna, þ. e. í norskri efnahagslögsögu. 1 samningaumleitunum við olíufélög muni Noregur reyna að fá því framgengt, að bæði íslenski og norski hluti kostnaðar við slíka olíustarfsemi sé borinn uppi af hlutað- eigandi félági allt fram að því að lýst hafi verið yfir að fundist hafi arð- bær vinnslusvæði. Verði ekki unnt að fá því framgengt, að kostnaður beggja aðila sé borinn uppi af hlutaðeigandi félagi, skal um það samið hvernig með skuli fara. Óski Island ekki þátttöku á þessum grundvelli, er Noregi heimilt að halda áfram á eigin áhættu. Finnist arðbær vinnslu- svæði, hefur Island á því stigi kost á að ganga inn í starfsemina með sinn hluta gegn því að greiða Noregi þann hluta útlagðs kostnaðar fram að þeim tíma, sem hefði svarað hlut Islands, ef það hefði verið þátttak- andi frá upphafi. Þá segir, að norsk löggjöf og norsk stefna í olíu- málum og norsk ákvæði um eftirlit með starfseminni, öryggisráðstaf- anir og umhverfisvernd skuli gilda um starfsemi á svæði því, sem hér er um fjallað, og norsk stjórnvöld skuli einnig fara með fram- kvæmdavald og stjórnun á þessu svæði. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.