Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 49
ar, og er greinimarkið stórfellt líkams- eða heilsutjón vitaskuld ekki hnitmiðað heldur matskennd regla (vísiregla), sem dómstólar dæma um. Er hér ekki eingöngu á ytri ummerki, líkamsáverka, að líta held- ur önnur eftirköst fyrir heilsufar manns, sbr. t. d. þegar sköddun verður á innri líffærum (sbr. hrd. XV:89), heilaskemmdir (sbr. t. d. hrd. XXVII:354), sjónskerðing (hrd. XXI:346), varanleg örorka 15% (XLVII:4), heyrnarsköddun, geðheilsa manns brenglast (hrd. XXVII:354), vefrænar skemmdir verða (hrd. XXVI:143), andlegt áfall, m. a. varanlegur höfuðverkur (hrd. XXXVI :583), maður verð- ur ófrjór vegna árásar (hrd. LII:1376, eista skemmdist), lömun var- anleg (t. d. hrd. LII:572) o. fl. Er í þessu efni vitnað til dómareifana í Isl. dómaskr. 111:344 o. áfr. og Þáttum úr refsirétti 1:18—22 og til yfirlitsins hér á eftir. Rannsókn mála ætti oft að vera rækilegri um eftirköst fyrir mann, heilbrigðislega og atvinnulega o. fl. Heilsu- tjón lýsir sér ekki eingöngu í áverkum og læknisaðgerðum í tengsl- um við það heldur einnig við könnun á öðrum afleiðingum atlögu fyrir þann, sem árás sætir (hræðsla, depurð, svefnleysi o. fl.). Við skilsmun 1. og 2. mgr. 218. gr. á ennfremur að horfa til þeirrar aðferðar, sem beitt er við framningu brotsins. Hún getur verið skað- vænleg í sjálfu sér, þótt ekki hljótist verulegt heilsutjón af. Hér grípa tilraunarréglur raunar inn í, sbr. og að sínu leyti ákvæði 220. gr. 4. mgr. Hættuleg tæki eru t. d. hnífar eða önnur eggjárn, byssur, sprengj- ur, barefli ýmiskonar, háskaleg lyf eða eiturefni, íkveikja o. m. fl. Hér á enn að líta til þess, hvort mannsbani hlýst af atlögu, og er þá átt við, að rekja megi þá afleiðingu verknaðar til gáleysis, sbr. 19. gr. hgl. (ef afleiðingin verður virt manni til ásetnings varðar hátt- semi við 211. gr.). Spurning verður þá, hvort 2. mgr. 218. gr. tæmi sök, þegar mannsbani hlýst af árás við þessar aðstæður. Ekki var til þess stofnað með lagabreytingunni að hverfa frá fyrri heimfærslu brota út af fyrir sig, þótt mannsbani sé hér atriði, sem veldur því, að verknaður lúti 2. mgr. 218. gr. Verður því að því er ég hygg að færa brot eftir sem áður til 218. gr. og 215. gr., sbr. hér og Hurwitz: Kriminalret, spec. del, bls. 252 og dómareifanir í ísl. dómaskrám III, bls. 330-—331, sbr. og hrd. LI(1980):89 (128) og 883. Um íkveikju, er leiðir til manns bana vísast til hrd. XXVIII (1956) :9 annars vegar og til hrd. LIV.-582 hinsvegar. Ákæruvald hlýtur hverju sinni að taka afstöðu til þess, hvort ákært verði skv. 1. eða 2. mgr. 218. gr., en hitt kemur einnig til greina að ákæra aðallega skv. 2. mgr. og til vara skv. 1. mgr., eða aðallega skv. 211. gr. en til vara skv. 218. gr. 2. mgr. (og 215. gr.). Ekki sýnist rétt að ákæra skv. 211., sbr. 20. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.