Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 43
LIII :955. Getur þetta atriði verið vandmetið, og minnir raunar á, að á slíkt mat reynir í öðrum samböndum, sbr. t. d. fyrningu, 77. gr. hgl. o. fl., en er þó sérstætt í hverju einstöku sambandi. I 173. gr. a hgl. eru notuð orðatiltæki, sem ekki eru hnitmiðuð, svo sem að láta „mörgum mönnum“ í té fíkniefni eða að efnin séu afhent gegn „verulegu gjaldi“. Er örðugt að sneiða hjá slíku almennu orða- lagi. Má ætla, að dómvenjur myndist um nánari skýringu þessa ákvæð- is, og hafa nokkrir dómar nú þegar gengið um ákvæðið. VII. 2. Á það reyndi fyrst fyrir Hæstarétti í hrd. L (1979) :882, þar sem til úrlausnar var krafa sænskra stjórnvalda um að ísl. borgari yrði framseldur vegna fíkniefnabrota framdra í Svíþjóð. Valt úrlausn máls á því skv. orðalagi laga 7/1962, hvort líklegt væri að brot manns- ins vörðuðu við 173. gr. a hgl. eða við lög 65/1974 ein, sbr. refsiviðurlög, er greinir í 2. tl. 2. gr. Segir svo í dómi meirihluta Hæstaréttar: „At- hafnir ákærða, þær er greinir í framsalsbeiðni og hann hefur viður- kennt, ber að virða sem áframhaldandi brotastarfsemi, er svarar til verknaðarlýsingar almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 173. gr. a, sbr. lög 64/1974“. Var orðið við framsalskröfu. í dómi minnihluta dómara segir, að brotin verði ekki „örugglega" talin varða við 173. gr. a og varð framsalskrafa því eigi tekin til greina að þeirra mati. Annað málið, sem dæmt var í Hæstarétti, er í hrd. LIII (1982) :281, og er vikið að því hér á undan. Talað er um óslitna brotastarfsemi í dóminum, „og gegnir þessu einnig um tvö síðustu brotin, þegar höfð er í huga gæsluvarðhaldsvist ákærða á árinu 1977“. I dóminum segir einnig, að brot ákærða séu stórfelld, taki yfir alllangan tíma og lýsi einbeittum brotavilja. Bent var á, að hér væri „bæði um innflutning mikils magns af hassi að ræða og í mörg skipti og umfangsmikla dreifingu gegn háu fégjaldi". Eru hér greind ýmis þau atriði, sem skipta sköpum skv. greinimarki ákvæðisins. Þriðja málið greinir í hrd. LIII (1982) :816. Eitt brot var virt sér- stætt og varðaði við lög 65/1974. Hin brotin öll þóttu „fela í sér óslitna brotastarfsemi, sem virða ber heildstætt“, og vörðuðu þau við 173. gr. a hgl. I dóminum segir, að brot ákærða séu stórfelld. „Er hér bæði um innflutning allmikils magns af hassi að ræða og umfangsmikla dreifingu gegn háu fégjaldi". Fjórða málið var gegn tveimur mönnum, sbr. hrd. LIII (1982) :995. Eitt brot annars þeirra þótti eingöngu varða við lög 65/1974, en um önnur brot þeirra segir, að þau „fela í sér samfellda brotahrinu, sem efnislega á undir þau ákvæði laga nr. 65/1974 og reglugerð nr. 390/ 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.