Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 65
Samkvæmt 6. gr. skulu hliðstæðar reglur gilda um suðurhluta svæð- isins, þ. e. a. s. þann hluta þess, sem er innan íslenskrar efnahagslög- sögu. Noregur skal eiga rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi þeirri, sem hér um ræðir. 1 7. gr. er um það fjallað, að ef fundist hafi arðbær vinnslusvæði skuli hvor aðili bera sinn kostnað við áframhaldandi fram- kvæmdir á svæðinu í hlutfalli við sinn hlut í viðkomandi samningi. Þá eru um það ákvæði í 8. gr., að finnist olíuefni á svæði, sem liggur báðum megin markalínu efnahagslögsögu landanna eða sé það allt sunnan markalínunnar, en teygist út yfir þau hnit sem marka sér- staka svæðið, skuli venjulegar meginreglur um einingarnýtingu auð- linda gilda urn skiptingu og nýtingu fundarins. Skulu aðilar um það semja eftir því sem við á. Á sama hátt skal fara, ef olía finnst á svæði, sem liggur norðan markalínu en teýgist út yfir þau mörk sem nefnd eru í sérstaka svæðinu; þá skal þessi olía teljast liggja innan svæðis- ins. Þá eru í samkomulaginu ákvæði um öryggisráðstafanir og um- hverfisvernd svo og sáttanefnd ef eigi verði samkomulag í þeim mál- um. Skal hvor aðili tilnefna einn mann í sáttanefnd, en formaður skal tilnefndur með samkomulagi. 3. Hinn 10. desember 1982 var undirritaður hafréttarsáttmáli Sam- einuðu þjóðanna. Samningur þessi hefur enn ekki verið staðfestur af svo mörgum ríkjum, að hann hafi tekið gildi. Samningur þessi er mjög þýðingarmikill um nýtingu hafs og hafs- botns. Verður lauslega drepið á örfá atriði, er máli skipta um það efni, sem hér er um rætt. 1 79. gr. er sagt, að öll ríki hafi rétt til að leggja rör, leiðslur og raflínur um landgrunnið; en þessi réttur takmarkast þó af hagsmunum strandríkisins, því að fá verður samþykki þess fyrir því hvar slíkar leiðslur eru lagðar. Við lagninguna verði reynt að taka tillit til réttar strandríkis til að nýta auðlindir landgrunnsins og til þess að setja reglur um varnir gegn mengun frá slíkum leiðslum. Tekið er fram, að strandríki hafi lögsögu yfir þeim leiðslum, sem notaðar eru til rann- sókna eða nýtingar auðlinda landgrunnsins og reksturs mannvirkja þar. Þégar nýta á auðlindir á landgrunninu, t. d. vinna þar olíu eða gas, er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að gera þar mannvirki svo vinnslan verði kleif. Má þar nefna borpalla, dælur og leiðslustöðvar, sem jafn- vel eru botnfastar. Stundum eru byggðar sérstakar eyjar, ef um grunnt hafsvæði er að ræða. Um þess háttar mannvirki er fjallað í 80. gr. og ségir, að ákvæði 60. gr. gildi einnig um slík mannvirki. Þetta þýðir það, að strandríki hefur einkarétt á að byggja slík mannvirki á land- 183
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.